Ég hugsaði að ég myndi fá mér nýtt lyklaborð, en áður en ég gerði það vildi ég prófa og sjá hvort maður gæti sett það bara í baðkar og látið það liggja þar í nokkra klukkutíma og þurrkað það svo. Ég þurrkaði það í nokkra klukkutíma og prófaði svo en fékk bara mjög þekkt atvik þar sem ef ég ýti t.d. á ‘A’ þá kemur: ‘7RS’ eða eitthvað í staðinn og ekkert hægt að skrifa.. Ég hugsaði bara: ‘Jæja, ég kaupi nýtt á morgun’… En aaaaaááður en ég geri það ætla ég að prófa að taka það í sundur og leika mér.. Tek allt drasl í sundur sem ég tel ónýtt… Allaveganna, þá kemst ég að því að það eru 3 filmur og ég sé enþá vatn hér og þar, þar sem filmurnar eru samanklemmdar, þá myndi þetta vatn aldrei þorna. Ég tek þær í sundur, ríf einhver seals og svona til þess að taka þær alveg í sundur og þurrka svo allt. Voila, virkar alveg eins og nýtt.. Ekkert sticky lengur vegna baðsins og takkarnir skrifa allt rétt eins og sést á þessum þræði!
Bætt við 8. nóvember 2011 - 15:03
Ef þið lendið í þessu þá gerði ég guide til að laga þetta:
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=20&t=42952
Moderator @ /fjarmal & /romantik.