Ég held að stærsta vandamálið þitt (núna) sé seinasti punkturinn.
Þ.e.a.s. að þú komst í þá stöðu að hafa ofurtrú á hve klár þú ert, þannig að þú hélst að allir skólar yrðu alltaf mjög léttir fyrir þig.
Þú ert eflaust mjög klár, en ég efast stórlega um að það geri þér gott að hafa ofurtrú á því hvað maður er klár.
Ég held að um leið og þú sættir þig við að þú þarft að hafa meira fyrir hlutunum, þá sértu vel fær um að leggja á þig það sem þú þarft að leggja á þig. Taktu þér bara þann tíma sem þú þarft í að læra að læra.
Það kann enginn almennilega að læra eftir 10. bekk. Maður þarf að prófa sig áfram með hvaða aðferðir henta manni sem best. Það þarf hver og einn að sjá hvernig manni hentar notar glósur, hvernig manni hentar að læra, hvernig maður stjórnar tímanum sínum, hvernig á að setja sér markmið, hvernig maður nær þeim og margt fleira.
Maður þarf heldur ekki endilega að leggja rosalega mikið á sig til að ná að læra rosalega mikið.
Bestu kennararnir finnst mér vera kennararnir sem kenna manni rosalega mikið án þess að maður þarf að hafa mikið fyrir því sjálfur.
(sjá t.d.:
http://en.wikipedia.org/wiki/Michel_Thomas_Method )
Ég var með mjög marga þannig kennara í menntaskóla og líka nokkuð marga í háskóla.
Þegar ég lít núna til baka, þá held ég að ég hafi þannig lært frekar mikið í barnaskóla án þess að gera mér grein fyrir því (því að ég hafði ekkert fyrir því).
Hinsvegar man ég að þegar ég var í menntaskóla þá fannst mér að mér eins og að ég hafði ekki lært neitt í barnaskóla (því ég þurfti aldrei að hafa neitt fyrir því).