Nei, það væri ekki löngu búið að lögleiða, því hugmyndin með fíkniefnastríðinu er sú að að lokum muni enginn neyta eiturlyfja. En sem dæmi má nefna að kannabisneysla Hollendinga er svipuð og í menningarlega sambærilegum þjóðum en neysla á kókaíni minni. Þetta mátti sjá í ársskýrslu einhvers Evrópudæmis um eiturlyfjaneyslu 2006, 2007 eða 2008.
Annars má nefna að Portúgal og fleiri lönd eru að hallast í átt Hollendinga. En þetta er ekki kannabisumræða, svo það skiptir ekki máli. Pointið er að skaðsemi eða skaðleysi efnisins (einsog er oftast aðalumræðuefnið í kannabisumræðum) er aukaatriði þannig séð, því ofbeldið sem hlýst af svarta markaðnum er verra en það að einhverjir festist í fíkniefnum. Í fullkomnum heimi virkaði stríðið gegn fíkniefnum, en ekki í þessum heimi.
Forvarnir geta skilað árangri, en þó aðallega sé farið rétt að þeim. Forvörn sem myndi draga úr dauða eftir neyslu e-pillna t.d. dettur ekki nokkrum manni í hug að kenna, því forvörnin felst í því að segja fólkinu hvernig það eigi að nota efnið rétt (þ.e. á þann hátt að það eigi ekki á hættu að deyja vegna neyslu þess). Forvörn er ekki aðeins að segja “ekki!”, það er fíkniefnastríðshugsun, þó aðalmálið sé að sjálfsögðu að sem fæstir neyti efnanna. En þeir sem gera það ættu að hafa betri heilbrigðisúrræði, og með því að losa um þann gríðarlega pening sem fer í fíkniefnastríðið á að vera hægt að tryggja að neysla aukist ekki og samt eiga afgang.
Annars eru Bandaríkin náttúrulega í forystu eiturlyfjastríðsins, en hugmyndin um eiturlyfjastríðið er, einsog ég sagði, nokkurnveginn sú að enginn neyti fíkniefna, og þarmeð er allt bann og aðgerðir gegn svörtum markaði eiturlyfjastríð. Þó Bandaríkin séu í forystuhlutverki þýðir ekki að margar aðrar þjóðir fylgi ekki á eftir. Þarámeðal Ísland, þó aðferðafræðin sé önnur en í Bandaríkjunum.