Við í okkar bekk erum alltaf að gera eitthvað sniðugt með böðlunum, t.d. bara í gær partý hjá okkur. En annars erum við alltaf að skipuleggja einhverja hittinga eins og núna erum við að skipuleggja hrekkjavökuhitting.
En ef þú ert að spá í eitthvað sem tekur svona 1 - 4 tíma þar sem allir geta verið virkir með getiði farið í rafting, go-kart, farið í kozy ferð út í skóg, skauta o.s.frv. Það sem hefði mátt koma fram er hvort þið eruð á höfuðborgarsvæðinu eða ekki því ef þú ert út á landi þá getur möguleikunum fækkað talsvert.
Síðan þar sem að ég er í framhaldsskóla utan höfuðborgarsvæðissins þá erum við líka að skipuleggja að nýta ferðir í bæinn t.d. á Morfís til að gera eitthvað sniðugt í bænum í leiðinni sem gæti gerst öfugt ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu.
Svo má ekki gleyma skálaferðum.