Þú getur líka gert helling hér á landi. Rauði krossinn rekur til dæmis athvörf og sinnir alls konar sértækum hjálparstörfum, svo sem áfallahjálp þegar það verða stórslys (til dæmis tekur sá hópur þátt í flugslysaæfingum o.fl.). Svo er til hópur sem heitir Heimsóknarvinir, sem er hópur fólks sem heimsækir félagslega einangrað fólk, oft eldra fólk og veitir því félagskap. Þetta eru allt mjög gefandi störf og skipta sköpun. Íslandsdeild Rauða krossins sinnir mest megnis störfum sínum hér á landi, erlend hjálparaðstoð er fyrst og fremst í formi fjármagns, fatnaðar, matar og sérfræðiþjónustu (til dæmis hjúkrunafræðingar). Þú verður að athuga að þú ert alveg jafn gagnlegur og hver annar á hamfarasvæði ef þú býrð ekki yfir neinni sérfræðiþekkingu. Hins vegar eru sjálfsagt önnur hjálparsamtök sem gætu notað þig, en þú verður að athuga að enn og aftur, að ef þú býrð ekki yfir neinni sérfræðiþekkingu, þá munt þú líklegast bara vinna einhverja verkamannavinnu, sem þú gætir allt eins gert hér og svo gefið launin þín til góðgerðarmála, ef þú skilur hvað ég er að fara.