Fyrirgefðu, en ertu eitthvað þroskaheftur vinurinn?
Ég hef verið á sjá þó nokkrum sinnum síðan ég var gutti. Yngstur með pabba þegar ég var 11 ára, vann svona þegar mig langaði, var bara krakki.
Svo þegar ég var 15 og 16, og núna þetta sumar.
Hefurðu einhverja hugmynd um þessa vinnu? Venjulegar vaktir eru kannski 6/6 af/á.. Það þýðir 12 tíma á sólarhring í vinnu, og ef maður er á útilegubát ertu jafnvel útí í 10-14 daga. Hefur þú nokkurn tímann unnið það sem samsvarar næstum heilum vinnumánuði á 10-14 dögum?
Einn túrinn vorum við einum færri. Það þýddi að við unnum í allt 18 tíma á sólarhring.
Sjómenn, að jafnaði, eru hetjur. Svoleiðis er það bara. Þeir vinna þessa skíta vinnu til þess að draga inn helstu útflutningsvöru landsins, og eru burtu frá fjölskyldu og vinum stórann part af árinu ef þeir eru atvinnu sjómenn. Gerir þú þér einhverja grein fyrir því hve há skilnaðartíðnin er hjá sjómönnum?
Og svona laun eru enganveginn standardinn. Þú færð hlut. Hlutur er partur af gróðanum. Gróðinn veltur algjörlega á hve miklu þú veiðir. Ég vann í allt ~800 tíma yfir 60 daga sirka og ég fékk kannski svona .. 500 þús útborgað í allt.