Það er munur á því að sætta sig við eitthvað sem maður líkar ekki við og að líka vel við eitthvað.
Það er líka munur á því að sætta sig við eitthvað sem viðkemur manni sjálfum og öðrum. Að “sætta sig við” að þurfa að gera eitthvað á hlut annara sem manni finnst siðferðislega rangt vegna þess að manni líkar eitthvað annað við starfið eða þorir ekki að hætta tel ég heigulshátt.
Mér þykir eðlilegt að í samfélaginu sem ég bý í er fólk sem
heldur því öruggu með því að vernda og styðja það. Fólk sem kemur í veg fyrir að synir, bræður feður, mæður, systur og vinir séu rænd, myrt, nauðgað og lamið. Fólk sem dregur þá sem fremja svona glæpi fyrir dóm. Fólk sem gerir nútímasamfélag mögulegt.
Mér líka. Og um leið og starf lögreglumanna snýst eingöngu um þetta þá skal ég sýna þeim fulla virðingu.
Varla.
Tjah, þú sagðir sjálfur að eitthvað annað hlyti það að vera við starfið sem þeim líkaði vel við. Getur ekki verið að það sé einmitt þetta? Allavegana fyrir einhvern hluta þeirra?
Starf þeirra er mjög mikilvægt: Að halda uppi lögum og reglu í samfélaginu. Þegar lögreglan fer að framfylgja þeim lögum sem henni sýnist er komið upp ástand sem kallast
valdarán.
Ég er á móti núverandi fíkniefnalögum eins og flestir ungir karlar, en sú löggjöf er alþingi og samfélaginu sem foreldrar okkar sköpuðu að kenna, ekki lögreglunni.
Þegar kannabisefni verða leyfð (Já, Þegar þau verða leyfð) þá get ég lofað þér því að margir lögreglumenn verða fegnir.
Þegar lögreglumenn hefja störf þá sverja þeir eyð sem hljómar upp á það að viðhalda þeim lögum sem ríkja í landinu.
Við höfum tvo möguleika hér í stöðunni:
Númer 1: Viðkomandi er sammála þeim lögum sem ríkja í landinu, og eins og ég sagði áður finnst mér viðkomandi þá frekar vitlaus.
Númer 2: Viðkomandi er EKKI sammála þessum lögum en sver samt eyð sem hljómar upp á að viðhalda þeim. Þetta heitir hræsni í minni bók og er ekki síður vitlaus.
Ég veit vel að það þarf lögregluþjóna til að halda samfélagi gangandi. En sú ákvörðun hjá einstaklingi að gerast slíkur getur samt verið siðferðislega röng. Ef við horfðum alltaf bara á stóra samhengið þá væri líka vel hægt að réttlæta fjöldamorð, þar sem þau myndu heldur betur gagnast samfélaginu til langtíma.
(Og ég vil benda á svona í lokin að ég er ekki að bera lögreglumenn saman við fjöldamorðingja, þó svo að fjöldamörðingjar í útrýmingarbúðunum hafi reyndar líka sagst vera bara að “sinna sínu starf”. Lögreglumenn sem manneskjur eru áreiðanlega mjög fínir, allavegana þeir sem ég hef hitt óeinkennisklædda, en mér finnst starfsval þeirra samt sem áður siðferðislega rangt).
Bætt við 2. ágúst 2011 - 23:58 Og já, btw, gleymdi að svara þessu:
Þegar lögreglan fer að framfylgja þeim lögum sem henni sýnist er komið upp ástand sem kallast
valdarán.
Lögreglan gerir það nú þegar. Það eru fullt af lögum á íslandi sem nokkurn veginn enginn maður fylgir og lögreglan reynir ekki að halda uppi.
Man til dæmis ekki eftir síðasta tilfellinu þar sem lögreglan gerði handtók mann fyrir að vera með klám í sinni vörslu, eða einu sinni gerði klámið upptækt (annað en barna og dýraklám). En klám er jú, eins og fróðir menn vita, ólöglegt á íslandi.