Frábært…Fyrsta kvörtunin mín lengi btw.
Ég er á atvinnuleysisbótum og hef verið það í eitt ár.
Ég hef alltaf gert allt sem vinnumálastofnun biður mig um,
hef alltaf mætt á ufaa námskeið (misgagnleg), hef rætt við alla ráðgjafa, mætt á öll vinnumarkaðsúrræði og aldrei lent í veseni.
Í byrjun Mai fæ ég tilkynningu frá þeim um að ég eigi að mæta í sjálfboðavinnu á ónefndum stað í nokkrar vikur.
Vandamálið er að tilkynningin skilaði sér ekki í póstinum og ég missti af fyrstu þrem dögunum í vinnunni. Þegar fulltrúi frá þeim hringir í mig á Miðvikudegi og spurði hvað er í gangi þá sagði ég að tilkynningin skilaði sér líklega ekki en ég mætti deginum eftir og var þarna alla restina.
Í byrjun Júní þá fæ ég bréf frá vinnumálastofnun og þar krefja þeir mig skriflega skýringa á þvi að ég mætti ekki í vinnumarkaðsúrræði og ég útskýrði fyrir þeim að ég hefði ekki fengið tilkynninguna og þeir sendu mér aldrei e-mail eða hringdu í mig þannig ég vissi ekki af þessu.
Í dag fæ tilkynningu um það að vegna ófullnægjandi skýringa á þessari fjarvist þá er ég sviptur atvinnuleysisbótunum í 40 daga og vitnað í þessa regulgerð:
„Sá sem hafnar þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum, sbr. lög um vinnumarkaðsaðgerðir, samkvæmt ákvörðun Vinnumálastofnunar eftir að hafa verið í atvinnuleit í a.m.k. fjórar vikur frá móttöku Vinnumálastofnunar á umsókn um atvinnuleysisbætur skal ekki eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta skv. VII. kafla fyrr en að tveimur mánuðum liðnum, sem ella hefðu verið greiddar bætur fyrir, frá þeim degi er viðurlagaákvörðun Vinnumálastofnunar er tilkynnt aðila. Hið sama gildir þegar hinn tryggði mætir ekki til Vinnumálastofnunar á áður boðuðum tíma skv. 6. mgr. 9. gr., 3. mgr. 13. gr. eða 3. mgr. 18. gr.“
Frábært líf, ætlli maður fari ekki á morgunn að safna dósum eða eithvað alika.
Bætt við 31. júlí 2011 - 22:47
Til þeirra sem eru að senda manni pm eðasvara hérna og segja “fáðu þér vinnu, auminginn þinn”, þá er dæmið ekki svo einfalt. Það er ferlega erfitt að að fá 100% vinnu í þessu efnahagsástandi og stúdentspróf hefur ekkert að segja. Ég er með þannig próf og það er álíka hátt skrifað og grunnskólapróf
Já ég hef sótt allskonar vinnur & láglaunastörf, t.d. kassastörf, leikskóla, bíó, skyndibitastaðir, skólaheimili…..bara name it svarið er alltaf “nei, því miður er allt fullt” eða “þú hentar ekki”. Þú hleypur ekkert í 100% starf núna, það er bara svo einfalt.
Sem dæmi, af þeim 5 sem voru með mér í 100% vinnu hjá þeirri búð sem Kaupás lokaði 2010, þá erum við þrjú enþá atvinnulaus og höfum ekki fengið vinnu.
Ég fæ heilar 131.172 eftir skatt frá vinnumálastofnun ef ég er svo heppinn að fá 22 virka atvinnuleysisdaga greidda. Stundum koma bara 20 virkir dagar og þá fæ 120.000kr eftir skatt. Af þessari upphæð þarf ég að borga 80.000 kr í leigu og 3.500kr fyrir rafmagn, haldið þið virkilega að maður lifir lúxuslífi fyrir 27.000kr á mánuði? Ég leyfi mér aldrei að fara neitt, fer aldrei í bíó, út að borða, leikhús eða eithvað annað. Ég kaupi mér rauða kortið til að geta mætt í boðuð virknisúrræði hjá vinnumálastofnun og ég leyfi mér þó að hafa svona netpung til að sækja um vinnur og staðfesta atvinnuleit. Stundum á ég innan við 10.000kr eftir útborgun.
Þetta er ekkert líf, þetta er mannskemmandi og algjört hell.
Ég komst ekki inn í hásskóla í haust og því tekur annað biðár við, ég er búin að lofa mér því að ef ekkert kemur, þá ætla ég að fara vestur til fjölskyldunar en þar mun ekkert taka btera við enda er ekkert um að vera í þeim bæ og ca. 40% atvinnuleysi.
Þið sem eruð 16 – 21 árs, eruð í skóla + hlutastarfi & búið heima hjá foreldrum ykkar þið eruð heppinn, Sjáum til hvað gerist hjá ykkur þegar Menntaskóla líkur.