Það er bara ekki rétt, það er ekkert samasem merki á milli þess að koma frá slæmu heimili og vera ósjálfbjarga. Vissulega eykur það líkurnar á einhverju rugli á unglingsárum samkvæmt einhverjum könnunum en þeir einstaklingar sem ég þekki og komu frá mjög slæmum heimilum og heimilisaðstæðum eru þeir sterkustu og heilsteyptustu einstaklingar sem ég hef kynnst. Það er vegna þess að þeir hafa fengið að kynnast slæmu og hafa þá vit á því að gera sér gott og gera hvað sem þeir geta til að eiga heilbrigt líf og líferni og kenndu sjálfum sér, fengu að læra af eigin mistökum.
Það er bara vandamál hvað ungt fólk í dag er hræðilega ósjálfbjarga, ég veit um manneskjur sem eru 20-25 ára sem búa enn hjá foreldrum sínum og keyra um á þeirra bensíni fá gefins fötin sín og matin sem þau eta, tölvur, síma og hvað eina. Vita svo ekkert í sinn haus þegar þau koma loks út, hafa jafnvel aldrei verið í almennilegri vinnu, finna því ekki vinnu eða eru rekin og enda á að fá “lán” hjá ma og pa því það er einfaldast. Það er Rrrrruuuuugl. Þetta er jafnvel háskólagengið fólk en af því að það hefur ekkert þurft að hafa fyrir sínu kann það ekki neitt.
En millivegurinn er auðvitað alltaf golden af þessu tvennu.