.. Ég er heimsk manneskja en…. This is what my mind has to say
Tími..
Einhvað fyrirbæri sem við mælum með klukkum, tölum…
Það sem ég er að skrifa núna er nú liðið, sem var framtíð sem nú er ekki nú lengur heldur fortíð…
Tíminn virðist líða mismundandi hjá sumu fólki…
Sumum finnst hann líða hratt…. Sumum hægt…
Æj, ég veit ekki… Lifum við öll á sama tíma?
Er ég að lifa í framtíð einhvers sem er nú í fortíðinni?
Svo ef maður fer til baka, er maður þá manneskja númer tvö, sem er eldri og með tímavélina, eða er maður bara kominn aftur þar sem maður var, án minningar um framtíðina og tímavélin, er ekki annars staðar nema bara í framtíðinni..
Svo ef maður er að hoppa í fortíðina.. Man allt.. Breytist þá ekki framtíðin? En þá kannski hafi maður ekki farið í tímavélina? Hvar er maður staddur þá og hvað er maður..?Það sem hafi gerst gerðist aldrei því það hefur ekki einu sinni gerst enn, en samt hefur það, en þetta er liðið? Idk..
Er ég alveg gúgú að vera ekki viss um staðreyndir þar sem ég skil ekki að það sé alltaf endir á einhverju, en alltaf einhvað utan hans, en.. Hvar er þá endirinn af öllu?
Mér er ekki ætlað til að vita..
Enginn, mögulega..
Það er hættulegt að breyta tímanum.. Flakka á milli, held ég..
Sömuleiðis með nútíðina, en allavegana er hún einhvað sem maður á að lifa í.. Það breytir miklu hvorri hendinni þú varst að bora í nefið á þér með, hvað þú gerðir í dag, allt… Allt sem þú gerir hefur einhvað með hlutina að gera, þó það gerði ekki neitt, en þá GERÐI það ekki neitt..
Hinsvegar.. Nei..
Ég held að þetta sé einhvað sem er jafn ómöuglegt og að reyna að finna út hvar endirinn er á heiminum… Og ef svo er mögulegt.. Þá ætti maður ekki einu sinni að leggja í það..
Eina tímaflakkið sem maður ætti að fá er það sem maður hefur nú þegar..
Nú, sem þá, sem framundan..
… Og það skiptir ekki máli hvað hefur gerst, því að það er nú þegar liðið.. Allt sem skiptir máli er það sem við getum gert núna.. Það sem við ætlum..
En það sem er gert er gert..
I rest my case…
Bætt við 27. júlí 2011 - 01:52
Svo ef tímaflakk væri, þá væri örugglega manneskja úr framtíðinni nú þegar hér…?