Ég geri mér grein fyrir að fólk er örugglega orðið þreytt á pistlum um peace4all. Ég vill hinsvegar biðja ágæta hugara um að sýna þolinmæði og lesa þessa grein í gegn þar sem ég tel þetta mál alvarlegs eðlis.

Nú nýlega fór peace4all offörum að vanda gegn manni sem hann taldi hafa haft í frammi “ólýðræðislega” tilburði sem fólu í sér aðför gegn kristni og boðun satanisma, trú sem að peace4all telur illa. Þessu póstaði hann á kork kynlífsáhugamálsins:

http://www.hugi.is/kynlif/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=521789&iBoardID=63

Við nánari skoðun komst ég að því að ásakanir peace4all voru úr lausu lofti gripnar og að mestu leyti lygi gagnvart umræddum aðila. Ég hafði staðið í “rökræðum” varðandi þetta mál og fengið óteljandi svör frá peace4all sem mörkuðust af afneitun, rökleysu, fáfræði og endurtekningum.

Ég krafðist loks að hann færði rök fyrir ásökunum sínum enda sagðist hann munu standa fyrir að tekið yrði á aðilanum sem birti efni það sem peace4all taldi óviðeigandi. Taldi ég rétt að ef hann gæti ekki fært rök fyrir máli sínu og sýnt fram á að efni það sem hann hefði bent á væri óhæft til birtingar, eða a.m.k. væri þess eðlis sem hann sagði, að hann bæðist afsökunar á framferði sínu enda tel ég óeðlilegt að fólk komist upp með rógburð á almennum vettvangi. Svar mitt þessa efnis má finna á þessri slóð:

http://www.hugi.is/kynlif/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=523211&iBoardID=63

Skemmst frá að segja var þetta eitt af fáum svörum mínum til hans sem peace4all virtist ekki sjá sér fært að svara.

Eftir þessar deilur okkar peace4all er ég alls ekki viss hvort maðurinn talar af alvöru eða er bara hreinlega að spila með hugara. Eitt er víst að það er óþarfi að virða skrif hans svars. Í þessu tilfelli er ég hinsvegar ekki tilbúinn til að láta síðustu rökleysur hans fjúka sem vind um eyru mér fyrr en að honum hefur verið gert grein fyrir því að hann getur ekki sagt hvað sem hann vill um notendur hér og ætlast til að það standi án þess að hann komi með sannanir fyrir máli sínu.

Það er ólýðræðislegt!

Ég vill því biðja sem flesta sem lesa þessa grein að svara henni með kröfu til peace4all um að standa fyrir máli sínu. Ef hann tekur ekki þeirri áskorun mun ég íhuga frekari aðgerðir því ég þoli ekki að bornar séu lygar á fólk og rógburður fái að vera óáreittur á Hugi.is!

Með þökk fyrir lesturinn og von um mikil og góð viðbrögð og endilega kynnið ykkur betur það sem sagt hefur verið á þræðinum sem um ræðir á kynlífsáhugamálinu.

Kveðja,
Mal3<br><br>“I might wan't a bagel to go with that coffee.” -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints