Vissi sóttvarnarlæknir ekkert um bóluefnið og um styrkleika þess? Bólu efnið var helmingi sterkara en ætlað var. Þvílíkt RUGL!
Í fyrsta lagi þá er svínaflensufaraldurinn heimatilbúið vandamál hjá lyfjarisunum. Dæmi frá sjötta áratug seinustu aldar sanna það.
Um 130 þúsund skammtar af bóluefni gegn svínainflúensu renna út um næstu áramót. Heildarvirði bóluefnisins er um 150 milljónir króna. 300 þúsund skammtar af inflúensubóluefni voru keyptir árin 2009 og 2010 og nam kostnaðurinn um 350 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni. Þeir 130 þúsund skammtar sem eru eftir eru hugsaðir sem varasjóður.
„Við erum sem betur fer að sleppa við annan faraldur,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Við höfum bólusett á bilinu 150 til 160 þúsund manns og það sem er eftir eru varabirgðir ef eitthvað skrýtið kæmi upp á.“
Íslensk yfirvöld áætluðu að bólusetja helming þjóðarinnar gegn svínaflensu. Í fyrstu var talið nauðsynlegt að bólusetja hvern einstakling tvisvar, en í ljós kom að bóluefnið var öflugra heldur en búist var við. Því þurfti bara að bólusetja einu sinni.
„Það voru mörg lönd sem keyptu tvöfaldan skammt fyrir alla þjóð sína. Þeir sitja uppi með virkilegt vandamál,“ segir Haraldur. Hann segir miklar kröfur hafa verið á heilbrigðiskerfið í fyrstu að kaupa nægilegt magn af bóluefnum þegar faraldurinn stóð sem hæst. „Svo komu gagnrýnisraddir þegar við vorum búin að kaupa allt bóluefnið og faraldurinn fór í rénun.“
Í september ætlar landlæknisembættið að hefja bólusetningar gegn leghálskrabbameini. Verða allar 12 ára stúlkur bólusettar. Kostnaðurinn við það, ásamt árstíðabundnum flensusprautum nemur 272 milljónum króna.