Það fer eflaust að miklu leytinu til eftir því hverju maður er í innan undir. Bómull til að mynda er frekar lengi að þorna og er alveg ískaldur ef hann er blautur. Líka þykk ull, getur verið hræðileg ef hún er rennblaut og ísköld.
Annars hélt ég að blautbúningar ættu að vera þokkalega vatnsheldir svo lengi sem maður fer alveg rétt í þá. Hef svosum ekki prófað svoleiðis sjálfur, en flotbúningar allaveg eru mjög vatnsheldir og þess vegna í lagi að vera í gallabuxum innan undir. Þótt það sé best að vera bara á stuttbuxum og bol kannski, finnst mér.
Gerviefni eru víst mjög fljót að þorna. Svona eins og íþróttatreyjur og þannig, en þau halda hita ekkert sérstaklega vel.
Bætt við 4. júlí 2011 - 12:59
Kannski ef fólk er mikið að pæla í þessu, þá er vel mögulegt að ef maður er að gera eitthvað átakanlegt eins og river rafting þá gæti fólk svitnað, og þá blotnar allt innan frá.
og svo má ekki gleyma að föðurlandið er náttúrulega langbest ;)