Er að fara í MH í haust og mér þætti frábært ef MH-ingar gætu svarað þessum spurningum:
1. Var auðvelt að kynnast fólki á þinni fyrstu önn? Er fólkið þarna mjög opið? Hvernig kynntist þú t.d. vinum þínum? Er sjálf alls ekki feimin en ég kvíði nokkuð fyrir því að fara þangað og kynnast engum..
2. Er það í alvöru satt að fólk pælir ekkert í hvernig fötum aðrir eru í og vildu þess vegna kynnast þér ef þú værir í Pétur Pan búning eða eitthvað álíka?
3. Hvernig er félagslífið þar? og Hvernig eru böllin?
4. Hvernig á maður að “eigna” sér borð? Og hvað gerist ef maður kemst ekki á neitt borð? Hef frétt að þessi borð séu mjöög mikilvæg haha.
5. Hvaða týpur eru mest þarna? Þarf maður að vera ógó arty til að fitta inn, eða er þetta svo frábær skóli að allir í raun fitta inn? og eru einhverjar yfirborðslegar skinkur og hnakkar?
Mátt svo endilega segja mér meira sem þú telur mikilvægt um þennan skóla :)