Eins og flestir vita liggur fyrir á Alþingi tillaga að 20 milljarða króna ríkisábyrgð fyrir Íslenska Erfðagreiningu. Sérfróðir menn úr fjármálaheiminum segja þetta mjög áhættusama fjárfestingu og frjálshyggjumenn minna á að það er ekki hlutverk ríkisins að fjármagna slíka starfsemi. Jafnaðarmenn (sem virðast vera í öllum stjórnmálaflokkunum) segja að hér sé verið að skapa fjölda starfa og sé það mikilvægt að fólk með þessa þekkingu fái störf hérlendis.

Mitt álit er það að ríkið eigi ekki að standa í svona fjárfestingum með almannafé og ef þetta væri góð fjárfesting þá myndi einhver einkaaðili fjárfesta. Ef markmið ríkisstjórnarinnar er að laða svona fyrirtæki inn í landið þá á að gera það með auknu viðskiptafrelsi en ekki með því að rétta þeim almannafé.

Sé 20.000.000.000 krónum deilt upp á alla Íslendinga fást 72.000 krónur á mann. Ég er ekki tilbúinn til að skrifa upp á 72.000 króna víxil fyrir líftæknifyrirtæki sem þykir mjög óhættusöm fjárfesting.

Mótmælalisti: http://www.frjalshyggja.is/efni/undirskriftir/<br><br><i><a href="http://www.batman.is/“ target=”_blank">Batman.is</a> færir þér meiri hamingju</i