En sefurðu ekki með góm eða eitthvað?
Ég fór í tannréttingar en þar sem ég er með skakt bit (sem er svaka mikið vesen að laga, aðgerð og allt sem ég ákvað að fara ekki í) þarf ég alltaf að sofa með góm og síðan er ég með strekktan vír bak við tennurnar til þess að þær skekkist ekki. Síðan fer ég í tékk 1 sinni á ári til að athuga hvort þetta sé ekki í lagi og hvort tennurnar séu nokkuð að færast. Ég var látin vita af því að tennurnar gætu skekkst aftur, sérstaklega ef ég myndi ekki fara í kjálkaaðgerðina.
Ég sé samt alls, alls ekki eftir því að hafa verið mörg ár í tannréttingum og verið með spangir þar sem núna get ég brosið og verið ánægð með beinu tennurnar mínar, hefði ég ekki farið í þetta væru þær út um allt og snúnar.
Eru þínar bara orðnar skakkar aftur? Var ekkert gert til að halda þeim beinum eins og í mínu tilfelli?
An eye for an eye makes the whole world blind