Á hverju byggir þú þetta? Hvernig veistu að transfita er hættulegri en hin fitan? Hefurðu það frá einhverjum öðrum en bara þeim sem vilja banna hana?
Plús, pointið er að TRANSFITA DREPUR ENGAN NEMA HANN ÉTI OF MIKIÐ AF HENNI. Þá er það EKKI FITAN sem drepur manneskjuna heldur OFÁTIÐ. Það er EKKERT AÐ SKYNDIBITUM, vandamálið er HÖMLULEYSI EINSTAKLINGSINS.
Nikótín drepur þig ef þú kemst í beint tæri við það. Arsenik er notað til að drepa rottur. Blásýra er það sem Hitler notaði til að drepa sig og sína nánustu. Brennisteinsvetni veldur lykt af fúleggjum og jöklafýlu. Ammóníak og fleiri efni sem ég nefndi eru ætandi.
Þetta tvennt er EKKI SAMBÆRILEGT.
Bætt við 5. júní 2011 - 14:15 Mig langar að skjóta inn lagi með Tim Minchin, vegna þess að þrátt fyrir að vera ætlað sem grín þá segir hann nákvæmlega það sem þarf að segja:
http://www.youtube.com/watch?v=u_ElXYzFX_wAnnað sem gæti sýnt fram á muninn á sígarettum og skyndibitum er þetta:
Þú kannast við þáttinn The Biggest Looser? Þar eru offitusjúklingar sendir í harða þjálfun sem kemur þeim aftur í form. Margir hverjir eru þeir í lífshættu vegna eigin þyngdar, en það breytir ekki staðreynd að með hreyfingu og réttu matarræði þá koma þeir sér úr lífshættunni og verða heilbrigðir einstaklingar.
Hugsaðu þetta nú á hinn veginn. Reykingarmenn sem reykt hafa svo mikið í gegnum tíðina að þeir eru komnir með krabbamein í lungun eða aðra staði líkamans. Það er engin lækning við krabbameini til í heiminum í dag. Engin. Þessi ímyndaði raunveruleikaþáttur myndi semsagt sýna krabbameinssjúklinga veslast upp og deyja á endanum.
Þetta er einfaldlega ekki sambærilegt.