Hvað get ég eiginlega gert til þess að láta hann hætta?
Haha, gangi þér vel. Það er eiginlega ekkert sem hægt er að gera nema venjast þessu. Sorrí. Pabbi fór einu sinni í nefholsvíkkunaraðgerð til að minnka hroturnar og hún virkaði ekki, þannig að ég get ekki mælt með því sem raunhæfum kosti.
Flestir hrjóta hæst þegar þeir liggja á bakinu, þannig að það er möguleiki á að það að þvinga hann á hlið eða á magann gæti minnkað verstu hroturnar. Annars eru einu lausnirnar sem ég sé til að gera svefninn bærilegri er að nota eyrnatappa eða hafa tónlist í eyrunum, sofa í sitt hvoru herberginu eða, eins og þú gerir nú þegar, sofna á undan honum. Eða vekja hann nógu og rækilega til þess að hann hætti að hrjóta í smá stund…
Passaðu þig bara að falla ekki í þá gryfju að áfellast hann fyrir það að hrjóta. Hrotur eru að sjálfsögðu algjörlega ósjálfráðar, meira að segja fyrir menn eins og Jack Harkness.