Það er erfitt að draga þannig línur, en mjög einföld dæmi um það sem er vissulega eðlislægt er til dæmis grip- og sogviðbrögð smábarna:
http://en.wikipedia.org/wiki/Primitive_reflexesSvo má leiða líkur að því að viss viðbrögð við vissu áreiti séu eðlislæg vegna þess hve útbreidd þau eru óháð menningu. Til dæmis svipbrigði, eins og Charles Darwin rannsakaði:
http://en.wikipedia.org/wiki/The_Expression_of_the_Emotions_in_Man_and_AnimalsEn svo má líka ímynda sér að lært bjargarleysi og þess háttar sé óháð því hvað maður hefur lært. Í vissum skilningi er það í eðli mannsins að deyja þegar hann fær byssukúlu gegnum heilastofninn. Heilinn
er bara þannig byggður, rétt eins og hann er bara þannig byggður að hann verður ringlaður þegar áfengi leikur um hann og svo framvegis. Það er ekki hægt að læra að verða ekki fullur, þótt maður geti reynt að hefta vissa parta hegðunarinnar sem fylgir. Maður getur ekki lært að verða ekki ástfanginn, og svo framvegis. En vissa parta hegðunarinnar er hægt að hefta. Þannig að hegðun er mikið til lærð. Engu að síður verða oft ósjálfráð svipbrigði í andliti þegar maður lýgur eða hugsar sig um sem gætu aftur verið eðlislæg. Og svo framvegis og svo framvegis.
Konrad Lorenz skrifaði skemmtilega bók sem veltir upp pælingum um uppruna árásarhneigðar, þótt hann fjalli líka um aðrar hvatir. Þær virðast í sumum tilvikum leiða til hlægilega líkra viðbragða í mönnum annars vegar og öpum, gæsum, rottum og svo framvegis hins vegar. Hún heitir á frummálinu
Das sogenannte Böse en er eflaust þekktari í ensku þýðingunni
On Aggression.