Ég eins og svo margir/mörg ykkar er ekkert sérstaklega hrifinn af skífunni uppá síðkastið, mér finnst þeir vera að mjólka markaðinn full mikið. Og þetta nýjast útspil þeirra er ekkert til að hrópa húrra yfir. Síðan með þessi nýju 9% þetta er bull þetta eru 1-2 diskar hreinlega. Meðallækuninn er 5%, og engin lækkun á Dvd eða neinu öðru. Hér fyrir neðan er fréttatylkyningin þeirra Norðurljósamanna/Skífunnar og síðan smá yfirlit frá þeim, sem ég fékk, þar sem þeir eru að senda heildsölunum sínum upplýsingar um breytinguna. A.t.h hvað diskurinn til heildsalans er ódýr! Diskar gætu verið 300-600 lægri!!!!!
Skífan tilkynnir verðlækkun á tónlist og ritvörslu á nýjum, innlendum útgáfum
Frá og með mánudeginum 14. apríl munu verslanir Skífunnar lækka verð á öllum nýjum og nýlegum geislaplötum um allt að 9%. Enn fremur verða allar íslenskar plötur sem koma út frá og með byrjun maí 2002 “ritvarðar”.
Gengisþróun íslensku krónunnar síðustu vikur hefur veitt ákveðið svigrúm til þessarar verðlækkunar, auk þess vill Skífan leggja sitt af mörkum til að sporna gegn verðbólgu. Þessi aðgerð skilar í flestum tilfellum um 200 kr. verðlækkun til neytenda. Sem dæmi um verð fyrir og eftir breytingu má nefna að algengt verð á nýrri geislaplötu er nú 2.599 kr. en verður 2.399 kr. eftir breytingu. Einnig munu verslanir Skífunnar lækka verð enn frekar með vikulegum tilboðum á nýrri tónlist sem verða mun lægri en áðurnefnd dæmi.
Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um hátt verð á neytendavörum. Ýmis fyrirtæki, þar á meðal Skífan, hafa tekið sig til og lækkað vöruverð um 2-3 prósentustig til að stuðla að því að verðbólgumarkmið sem sett eru í kjarasamninga milli ASÍ og vinnuveitenda fari ekki yfir hið svokallaða rauða strik. Það er ekkert laununga mál að samdráttur hefur orðið í sölu tónlistar undanfarin ár hér á landi sem um allan heim. Eflaust má segja að hátt vöruverð spili þar inn í. Þessari þróun vill Skífan snúa við í samvinnu við neytendur með lækkun á vöruverði og einnig með því að “ritverja” allar nýjar, innlendar útgáfur.
Á undanförnum misserum hefur tónlistargeiranum staðið síaukin ógn af ólöglegri dreifingu og fjölföldun tónlistar. Þegar það ferli hófst, sem við þekkjum best í tengslum við fyrirbæri eins og Napster, Kazaa og geislaskrifara, bitnaði þessi nýja tækni fyrst og fremst á tónlist erlendra listamanna en nú er hins vegar svo komið að íslenskir listamenn eru farnir að lenda illa undir skrifaranum. Áhrif þessa eru vel sjáanleg í sölu íslenskrar tónlistar á árunum 2000 og 2001, auk þess sem sífellt dregur úr sölu geislaplatna erlendra flytjenda. Kvikmyndageirinn hefur að sama skapi lent í svipuðum vandamálum en til skamms tíma hafa þau kvikmyndasnið sem netverjar geta sótt staðið löglegum útgáfum langt að baki í gæðum. Í tónlistinni hefur því ekki verið að heilsa því mp3 skjöl og stafræn afrit geislaplatna eru oftast nær mjög álíka löglega framleiddri geislaplötu hvað hljómgæði varðar. Rétthöfum berast einnig æ oftar til eyrna sögur af fólki hér á Íslandi sem hefur fulla atvinnu af því að fjölfalda og selja ólöglega tónlistardiska, jafnvel í slíku magni að tónlistarverslanir í heimabyggð viðkomandi eru nánast hættar að selja annað en “óskrifaða” diska.
Nú er svo komið að erlendu útgáfurisarnir Sony, Universal og fleiri eru að kynna til sögunnar “ritvarðar” geislaplötur og hafa þegar sett þær í miklu magni á markað í Evrópu. Skífan hyggst fylgja þessari þróun eftir og frá og með 1. maí 2002 munu allar íslenskar útgáfur Skífunnar vera “ritvarðar” með uppfinningu austurríska framleiðslufyrirtækisins Sony DADC. Kerfið nefnist Key2audio og virkar í stuttu máli þannig að geislaplata sem varin er með þessu kerfi er ógreinanleg í geisladrifi tölvu. Þessi geislaplata virkar hins vegar fullkomlega eðlilega í öllum hefðbundnum geislaspilurum, DVD-spilurum, bíltækjum, PS2, X-BOX o.s.frv. Kóðunin hefur alls engin áhrif á hljómgæði plötunnar. Skífan, fyrst evrópskra plötufyrirtækja, hyggst einnig bjóða þeim sem vanir eru að hlusta á tónlist í tölvum upp á ákveðna lausn. Nettengdir tölvunotendur sem keypt hafa eintak af varinni plötu geta sótt innihald hennar á Netið með því að nota einskonar lykil sem prentaður er í bækling plötunnar. Tónlistin verður á mp3-skjölum sem “læsast” við þá tölvu sem notuð er við að sækja þau. Þessi hágæða mp3-skjöl eru því aðeins nothæf fyrir þann sem sækir þau. Engin leið er að skrifa þau á venjulegan hljómdisk og tilgangslaust er að framsenda þau eða deila þeim með öðrum netverjum.
Allt þetta kann að virðast harkaleg ráðstöfun en hafa ber í huga að talið er að fyrir hvern tónlistardisk sem seldur er í heiminum er annað eintak skrifað. Talið er að stærsti hluti allra seldra, óskrifaðra diska sé notaður til að skrifa tónlist og verulegur hluti þeirra innihaldi ólöglega fengna tónlist af Netinu. (Heimild: ársskýrsla IFPI, apríl 2002.)
Í ljósi tæknibyltingarinnar sem orðið hefur telja rétthafarnir þrír; útgefendur, flytjendur og höfundar að þetta skref sé eðlilegt framhald þeirrar þróunar.
Nánari upplýsingar veita:
Haraldur Jónsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Norðurljósa. s. 6969200
Ragnar Birgisson, formaður SFH (Samtaka flytjenda og hljómplötuframleiðenda) s. 6969000
Magnús Kjartansson, formaður STEFs. s. 8616080
Heildsöluverð án vsk Heildsöluverð án vsk
Einfaldir Tvöfaldir Einfaldir voru Tvöfaldir voru
Íslenskt breyting breyting
Fullt verð-stjörnur 1.380 kr. 1.850 kr. 1.450 kr. -5% 1.950 kr. -5%
Fullt verð 1.285 kr. 1.700 kr. 1.350 kr. -5% 1.800 kr. -6%
Fullt verð-endurútgáfur 1.090 kr. 1.520 kr. 1.150 kr. -5% 1.600 kr. -5%
Betra verð 900 kr. 1.380 kr. 950 kr. -5% 1.450 kr. -5%
Kjaraverð hærra 650 kr. 1.100 kr. 650 kr. 0% 1.150 kr.
Kjaraverð lægra 500 kr. 800 kr. 500 kr. 0% 800 kr.
DVD 1.875 kr. 1.875 kr. 0%
Universal
Fullt verð-stjörnur 1.285 kr. 1.750 kr. 1.350 kr. -5% 1.850 kr. -5%
Fullt verð 1.250 kr. 1.650 kr. 1.310 kr. -5% 1.750 kr. -6%
Betra verð 865 kr. 1.380 kr. 910 kr. -5% 1.450 kr. -5%
Kjaraverð-high 535 kr. 535 kr. 0%
Kjaraverð-mid 428 kr. 428 kr. 0%
Kjaraverð-low 374 kr. 374 kr. 0%
DVD 1.800 kr. 1.800 kr. 0%
EMI
Fullt verð-stjörnur 1.320 kr. 1.800 kr. 1.385 kr. -5% 1.900 kr. -5%
Fullt verð 1.285 kr. 1.700 kr. 1.350 kr. -5% 1.800 kr. -6%
Betra verð 900 kr. 1.500 kr. 963 kr. -7% 1.600 kr. -6%
Karaverð high 629 kr. 629 kr. 0%
Kjaraverð low 374 kr. 374 kr. 0%
DVD 1.800 kr. 1.800 kr. 0%
Sony
Fullt verð-stjörnur 1.320 kr. 1.800 kr. 1.385 kr. -5% 1.900 kr. -5%
Fullt verð 1.285 kr. 1.775 kr. 1.350 kr. -5% 1.876 kr. -5%
Betra verð 865 kr. 1.450 kr. 910 kr. -5% 1.525 kr. -5%
Kjaraverð 650 kr. 650 kr. 0%
DVD 1.900 kr. 1.900 kr. 0%
Warner
Fullt verð-stjörnur 1.380 kr. 1.850 kr. 1.450 kr. -5% 1.976 kr. -6%
Fullt verð 1.330 kr. 1.850 kr. 1.399 kr. -5% 1.976 kr. -6%
Betra verð 970 kr. 1.500 kr. 1.017 kr. -5% 1.600 kr. -6%
Kjaraverð 629 kr. 629 kr. 0%
DVD 2.470 kr. 2.470 kr. 0%
P.s. afsakið hvernig þetta afskræmist, þetta var beint úr Excel
Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3