Þetta er gott dæmi um hvernig forræðishyggja er að gegnumsýra allt á Íslandi. Okkur er firrað af allri ábyrgð yfir sjálfum okkur, en það versta er að flestir virðast fagna því á meðan þeirra eigið frelsi er bútað niður og sent á Sorpu.
Munntóbak, ef borið saman við sígarettur, er eins og gulrót við hliðin á djúpsteiktum frönskum. Munntóbak getur valdið hærri blóðþrýsting og skemmdu tannholdi við yfirgengilega mikla notkun, en aukin krabbameinshætta er stórblásin upp. Þó að þú sért munntóbaksnotandi þá er hættan nær engin á að fá krabbamein í munn, eða 0.27%. Það eru meiri líkur á að ég kafni á kókó pöffs en að þetta gerist.
Verst er að við getum ekki keypt sænskt munntóbak, sem er mun skaðminna og inniheldur lægri níkótínskammt. Einhverjum fávita fannst fínkornótt tóbak ofbjóða Íslendingum því það berst svo hratt í blóðið. Í staðinn skulu allir nota íslenskt neftóbak, sem er ógeðslegt, og hefur þrefalt hærri níkótín skammt en venjuleg general dolla.
Fyrir utan það að þetta er varla skaðlegt þá eru aðalrökin eftir. Hvaða fólk er það sem heldur að það geti tekið þessa ákvörðun fyrir mig? Það er fólk á Íslandi sem semur lög og tekur ákvarðanir fyrir okkur í nafni “For the greater good”
[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=yUpbOliTHJY