Vífilsstaðarvatn!
Veit einhver hvort það er einhvað skilti eða einhvað sem bannar það að vera með hunda við Vífilsstaðarvatn?
Nefndinni hafa borist kvartanir vegna lausagöngu hunda í friðlandi Vífilsstaðavatns. Á fundi bæjarráðs þann 19. maí 2009, var eftirfarandi samþykkt; “Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa breytingar á reglum er gilda um friðlandið við Vífilstaðavatn og á samþykkt um hundahald þar sem lagt verður til bann við umferð hunda á varptíma fugla.”
Þar sem nú líður að varptíma fugla telur nefndin að tímabært sé að huga að banni hunda við vatnið um varptímann. Nefndin leggur til að bannið gildi frá 1. maí til 15. júlí.