ég er að verða 18 ára í haust og var officially greind með ADD í fyrrahaust.(allt of seint, grunnskólakennararnir voru löngu búnir að taka eftir því hjá mér). Hef alltaf verið utan við mig, verið hvatvís, erfitt með einbeitingu og skipulag, það sem virkar fyrir mig er að vera eins reglusöm og ég get, ná amk 7-8 tíma svefni hverja nótt, alltaf á sama tíma í bælið, alltaf á sama tíma á fætur (ef ég sef yfir mig eða fer of seint að sofa er komandi dagur ónýtur og ég kem engu í verk).
finnst líka gott að setjast niður og gera bara ekki rassgat í hálftíma, þá er auðveldara að halda áfram með einbeitinguna, ef ég þarf að læra fyrir próf þá bý ég til skema (sem ég VERÐ að fara eftir) og gef mér t.d. 45 mín i straight nám, svo 5-10 mín í dútlerí, klóstið, narta í e'ð, lesa bók, og byrja svo aftur í jafnlangan tíma og ef það er e'ð ótrúlega mikið að gera fá báðir/allir hlutirnir jafnlangan tíma.
Mér var boðið upp á lyf en ég sagðist ekki vilja þau því ég veit að ég þarf bara að vera hörð við sjálfa mig og halda reglunni, hef samt prófað náttúruleg kvíðalosandi/róandi dæmi en þá bara fyrir eitthvað stórt, tónleika eða próf, bara svo ég missi mig ekki í stressi og missi tökin.
fólk verður samt bara að finna hvað hentar þeim best,t.d. vinur minn notar lyf og segir að sér líði mun betur á þeim heldur en án þeirra
en nei,(ég er náttúrulega ekki á neinum lyfjum sérstaklega útaf þessu) það eina sem breyttist er að ég fattaði loksins afhverju ég get ekki setið í heilan klukkutíma og átt að fylgjast með og skildi líka hvers vegna það má ekkert trufla mig því ég á mjög erfitt með að byrja aftur. fannst bara gott að vita hvert vandamálið væri svo ég gæti tekist á við það
Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.
Ég hef oft reynt það að vera harður við mig og það hefur verið það sem hefur komið mér í gegnum skóla, en ég hef alltaf verið með allt niðrum mig, ég get aldrei verið 100% í hverju sem ég geri. Eftir að ég greindist með þetta þá loksins fattaði ég aðeins sjáflan mig. Ég fór að taka eftir því hvernig hausinn á mér er á sífeldu flakki og ég er kominn með svona eftirlitskerfi, nokkurn veginn, ég hugsa til baka og pæli hvað ég var að hugsa um og það er svo oft sem hausinn á mér er bara að pæla í einhverju allt öðru heldur en ég er að gera og ég fæ engu við það ráðið og það endar oft að ég geri einhver klunnamistök eða gleymi mér útaf ég var að pæla í einhverju allt öðru.
Fyrir mig þá er þetta hausinn sem bara stoppar ekki og ég er með svo myndsterkar hugsanir, ég kann ekki að lýsa því en það er eins og ég hætti að sjá, ég verði bara blindur yfir umhverfi mínu og í staðinn er eitthvað sjónvarp inní hausnum sem ég er að fylgjast með sem spilar einhverju spólu bara um allan fjandan sem skiptir engu máli sambandi við lífið mitt eða það sem ég er að gera, t.d. ef ég sé vatn þá sé ég bara fyrir mér svona létt geggjaða hugsun um hvernig það mundi líta út ef allt vatnið mundi bara hverfa og eftir stæðu allir fiskarnir. Veist og út frá þessu fer ég í fleiri hugsanir og þetta bara hoppar yfir á nýja og nýja hluti þangað til ég átta mig á því að ég er að hugsa eitthvað algjört kjaftæði á meðan einhver hefur verið að tala við mig á meðan ég hugsaði þetta og þá fatta ég að ég man ekkert hvað hann var að segja og enda alltaf með að segja “Já” bara til að láta hann halda að ég hafi verið að hlusta og svo koma svona skyndi hug dettur og þá dett ég út bara í sekúndu en hætti að heyra í manneskjunni og missi kannski af einu orði sem hann var að segja… Og svo gerist þetta með að ég var ekki viss um hvort ég hafi gert einhvern hlut fyrir 5 mínútum og þarf oft að fara og skoða hvort ég hafi gert það, eins og að slökkva á eldavélinni eða hvort ég hafi sturtað niður, veist ég þarf alltaf að fara reglulega yfir allt sem ég er að gera aftur….. Fyrir mig þá held ég að þetta hafi ekkert um það að gera hvort ég geti verið harður við mig eða ekki því ég enda alltaf á því að fara í einhverjar fáranlegar hugdettur þannig ég held að þetta sé mín eina von á því að betrumbæta mig.
Ég hef svo oft verið húðskammaður fyrir það hversu utan ég er við mig og oft liðið illa yfir því hversu mikið klúður ég er þannig séð að vera með svona gallað minni og utan við mig, en það einhvern veginn kom aldrei til greina fyrir mig að það væri eitthvað að mér, en þegar ég fór að lesa mig til um þetta og það var vinur minn sem benti mér á þetta að ég væri að þjást af þessu og hann benti mér á að leita mér hjálpar og eftir það hef ég bara einhvernveginn ljómaður allur af tilhlökkun yfir því að geta skánað og ef þetta hjálpar þá er aldrei að vita að ég fari aftur í háskóla og klári eitthvað með stæl
0