Ekki setja alla utan eyja menn undir sama hatt. Sjálfur hef ég farið tvisvar, í bæði skiptin með frekar stórum hópi fólks, og ekkert okkar var að ganga í hús til að nota aðstöðurnar né tjalda í görðum hjá fólki sem ekki hafði gefið okkur leyfi fyrir því nokkrum vikum áður.
Hins vegar er auðvitað glæpsamlegt að löggæsla vaxi ekki samhliða aukningu gesta. Að nauðganir eigi sér stað yfirhöfuð er óásættanlegt sama hvort að heildar fjöldi einstaklinga séu tveir eða þúsundir.
Gæslan var alltof ósýnileg í fyrra til að geta sinnt þeim mikla fjölda sem var á hátíðinni, og var þjóðhátið það ógeðsleg að mig, og mörgum sem fóru með mér, langaði ekki aftur í ár. Margur ferðamaðurinn hafði hið sama á orði við mig, og man ég eftir pari sem gekk inní dalinn á mánudeginum og stoppuðu hjá okkur þar sem við vorum að taka allt dótið okkar saman.
Þau áttu ekki til orð yfir því hvernig fólk hafði skilið eftir heilu tjaldborgirnar; fullkomlega nothæf og oft á tíðum rándýr tjöld eingöngu vegna leti og skorts á fjárhagslegu viti. Dalurinn var eins og stríðssvæði.
Hitt er annað mál hvort að þjóðhátíðin sé fjárhagslega góð fyrir Eyjar eður ei. Ekki er hægt að neita því að þegar ~18þúsund manns koma inní samfélagið og byrja að eyða sínu fé þar að eitthvað muni verða eftir fyrir bæjarfélagið og íbúana. Sjoppurnar græða á auknum viðskiptum, hugsanlega eru einhverjir sem leigja garða, íbúðir og hús og þannig fá gull í vasan. Einhverjir leigja vatnaketti og selja bátaferðir.
Bæjarfélagið fær eflaust hinar auknu tekjur sem sundlaugin tekur inn og þessi mikla innspýting af fé heldur eflaust lífinu í mörgu fyrirtækinu sem annars gæti ekki staðið undir rekstri allt árið um kring. Þetta skapar atvinnu og skatt tekjur fyrir bæjarfélagið.
Þetta gildir auðvitað ekki um alla sem búa í eyjum. Að sjálfsögðu hagnast ekki allir jafnt fjárhagslega á hátíðinni, enda er hægt að segja það sama um alla aðra atburði á landinu.
tl;dr: >12 þúsund alltof mikið og þjóðhátíð er að sjálfsögðu góð fjármagns innspýting inní samfélagið sama hvernig horft er á það.
Það er aðeins 1 líf í boði, svo best er að lifa því með opinn huga. Þýðir hinsvegar ekki að ég þurfi alltaf að vera sammála.