Segjum nú að þetta gengi eftir, að áframhaldandi góð þróun og sala á verðmætum eignum þýddi að þrotabúið ætti að fullu fyrir höfuðstólnum, og gengisstaðan yrði slík þegar þetta yrði gert upp að við fengjum vaxtakostnaðinn líka að mestu leyti til baka. Að Icesave reikningurinn væri þá orðinn núll. Hvað væri þá unnið með nei-i? Hvers virði væri það?" segir Steingrímur.

http://mbl.is/vidskipti/frettir/2011/04/07/icesave_gaeti_horfid_med_solu_a_iceland/

Væntanlega yrði Nei-ið þá einskis virði (f. utan það að við slyppum við 30 milljarða vaxtagreiðslu en málið yrði samt dautt)
en hvers virði yrði Já-ið Steingrímur?
Þú crackar mig upp, af hverju ættum við þá að samþykkja samning um að íslenska ríkið ábyrgist erlend bankaútibú svo
lengi sem að þau séu í EES (hrikalegt fordæmi)
í stað þess að þrotabúið greiði bara öllum og TIF sjái um rest sem yrði þá klink?
Svona semí eins og að málið átti að ganga allan tímann?