Það líður varla sá dagur þar sem ég sé, heyri eða les ekki dramatíseringar á ástandinu í sumum af fátækari svæðum Afríku, þar sem ég fæ nafnlausar ávítanir frá andlitslausum auglýsingum fyrir að láta mér ekki annt um fátæka fólkið í Afríku og er hvattur til að gefa pening. En þegar öllu er á botninn hvolft: Af hverju ætti mér ekki að vera sama og af hverju ætti ég að gefa pening?
Gjarnan er því haldið fram að um 6000 börn deyji dag hvern í Afríku, en heildartölur eru mjög á reiki því að flestir draga þær úr rassgatinu á sér. Þær tölur sem voru hvað algengastar í vonlausri leit minni voru að á bilinu 1.500 til 30.000 manns deyji daglega, en það er um 0.00003% af íbúum Afríku. Til samanburðar deyja daglega um 6700 manns í Bandaríkjunum á degi hverjum. Það er rúmlega 0.00002% af íbúum þar. Helstu ástæður dauðsfalla í Afríku eru alnæmi, ýmsir algengir sjúkdómar, ofbeldi og sjálfsmorð meðal karla, næringarskortur og veikindi vegna óhreins drykkjarvatns.
Alltílæj. En bíddu nú við, hversu marga hundruði þúsunda milljarða hefur heimurinn gefið til styrktar Afríku? (Hint: mjög marga) Af hverju er þá Afríka ennþá svona mikið skítapleis?
Peningurinn sem við gefum hefur nánast engin áhrif á fátækt í Afríku. Sammtímaáhrif, mögulega. Fjölskyldan sem hefði drepist í dag deyr bara á morgun í staðinn. En það þýðir að við þurfum bara að halda áfram að gefa meira og meira um ókomna framtíð. Langtímaáhrifin eru hverfandi lítil, óveruleg. Ég velti því stundum fyrir mér hver langtímaáhrifin væru ef broti af þessum pening hefði væri varið til rannsóknar á alnæmi frekar en að basla við að halda fátæku fólki með alnæmi á lífi aðeins lengur? Hvers vegna erum við að laga gallaðar pípulagnir með því að stinga fötu undir lekann?
Svo er það hitt: Hvers vegna ætti mér ekki að vera sama? Það hefur engin áhrif á mig og mitt líf og mín vandamál þó að fólk eigi það erfitt einhversstaðar út í heimi. Vissulega, vissulega er leiðinlegt að fólki líður illa en af hverju ætti mér að líða illa yfir því? Jafnframt: Hverju breytir það ef að mér er ekki sama? Það hefur engin áhrif á neitt þó að ég hugsi pínu um svanga fólkið í Afríku á meðan ég borða. Varla ert þú að fara að bjarga Afríku með því að kaupa dökkt súkkulaði með mynd af afríkubörnum úti í búð, eina sem það mögulega gerir er að uppfylla daglega “ég er awesome”-kvótann með því að láta þér líða eins og þú hafir breytt einhverju.
Þú breyttir engu, en vonandi var súkkulaðið gott.