Góðan dag, Hugarar.
Ég ákvað að henda upp þræði þar sem allir myndu skjóta niður einni eða fleiri áhugaverðum staðreyndum. Ætli það sé ekki best að ég byrji!

Uppruni orðsins „okay“ hefur verið greindur á ýmsa vegu. Líklegasta útskýring er þó að orðið sé upprunnið frá styttingu af „orl korrekt“ sem nokkurs konar misritunarbrandari af „all correct“. Þetta var nokkuð áberandi á fyrri hluta 19. aldar í BNA.

Jæja, nú er komið að ykkur! Neglið niður nokkrum staðreyndum. The more you know :-)



Bætt við 4. apríl 2011 - 16:28
Önnur til viðbótar:

Í tánöglum okkar finnast agnir af gulli!