Innbrotsþjófar eru ekki alltaf hálfvitar. Oft, en alls ekki alltaf. Stundum eru það húsráðendur sem eru sjálfir hálfvitar. Nágrannar mínir tilkynntu á Facebook að þau væru að fara í tveggja vikna utanlandaferðalag. Þegar þau komu til baka hafði öllu verðmætu verið stolið. Í ljós kom að einhverjir hafi komið á fokking flutningabíl og hálftæmt íbúðina. Ekki nóg með það, heldur voru engin ummerki um innbrot.