Ég hef nú verið þunglyndur í meira en ár, og langaði mig að deila hugarangri mínum með ykkur. Ég tel mig ekki hafa mjög hefbundið þynglyndi(gæti verið rangt). Í flestum tilfellum er hægt að tengja það við tilfinningar eða slæma hluti sem gerst hafa við einstaklinginn í fortíðinni. Í mínu tilfelli, þá einfaldlega er ég virkilega glaður eina stundina svo fer allt downhill síðar og hefur þetta endurtekið sig núna nokkuð oft. Ég stunda líkamsrækt, á nóg á vinum, frábæra fjöldskyldu og gengur vel í skóla. Semsagt lífið mitt er … fullkomið?
Ég finn það að þetta fer aðeins versnandi. Ég get ekki notið þess að gera neitt lengur, án þess að finna fyrir vonleysi og tilfinningaleysi ( hvernig er hægt að finna fyrir því? o.O )
Eina sem ég geri þegar ég fer í þennan ham er að pæla í lífinu, yfirleitt á frekar neikvæðan hátt. Málið er, það versta við þetta allt saman, er sú pæling, segjum að efnaskiptin í heila mínum séu gölluð og þess vegna líður mér svona, er tilgangur lífsins þá enginn nema að við erum stanslaust “high” af þessum gleðihormónum í heila okkar? Og þess vegna hvert einasta skipti sem við njótum þess að gera eitthvern ákveðin hlut, þá njótum við að gera það einugnis vegna þess að við verðum “high” af því? Snýst lífið um eitthvað annað en að líða vel þá? Enginn svona “higher purpose” eða álíka?
/sigh
Bætt við 23. mars 2011 - 18:26
Held ég hefði átt að taka mér tíma í að umorða þetta betur.
Í augnablikinu, er lífið frábært, ég nenni að fara út og hitta vini, auðvelt að hlægja, nýt þess að spila á gítarinn osf.
Akkúrat í þessu augnabliki er ég gaurinn sem myndi segja þynglynda gæjanum að hætta þessu væli og bara njóta lífsins.
En eins og ég tók fram, þá fæ ég þetta í köstum, og var í einu þegar þetta var skrifað.
Ég eyddi tímum saman grátandi um daginn svo daginn eftir er ég bara WTF hvað var að mér í gær? Svo fer ég bara að njóta lífsins og allt í gúddí… Þangað til næsta kast kemur.
Ég helst skrifaði þetta fyrir þessa pælingu sem ég var með, ekki til að fá meðferð frá hugurum :P Takk fyrir.
get busy livin' or get busy dying.