Á heilli skólaönn sit ég hvert fag í 90 klukkustundir samtals. 90 klukkustundir á 3 mánuðum fræðist ég um skáldsögur sem innihalda tröllskessur og álfa og les um æsku ljóðahöfunda og það á forníslensku! Í Íslensku 303 lærði ég um Ask Yggdrasil og las fleiri skáldsögur. Tvær annir jafngilda 180 klukkutímum eða sjö og hálfan dag sem fer í það að hlusta á skáldsögur og ljóðahöfunda. Fáranlegt finnst ykkur ekki? Já þetta er ekki búið því svo tekur Íslenska 503 við. 270 klukkutímar og 9+ einingar af algjöru kjaftæði. Ofan á allar þessar kennslustundir bætist við heilu bækurnar sem maður þarf að lesa heima, sumar 300 blaðsíður.
Þó svo að Jónas Hallgrímsson sé einn frægasti ljóðahöfundur okkar íslendinga þá er þetta algjörlega úrelt námsefni. Persónulega finnst mér þetta vera alveg út í hött og er hálf sjokkeraður hvað það fer mikill tími í eitthvað sem nýtist manni ekki neitt og maður er þvingaður til að gera, vilji maður útskrifast. Nám er lengt svo rosalega mikið, ekki er ég bara að tala um Íslensku 303 og upp heldur fleiri fög eins og t.d. Stærðfræði eftir 203 er rosalega tilgangslaus fyrir 80% af heiminum. Ég spurði mömmu og pabba „Hversu oft hafiði þurft að nota cos, sin eða tan eftir nám“. Svarið var einfalt, aldrei. Íþróttaáfangar eru hið fullkomna dæmi. Fólk sem er á aldrinum 16-20 ára er skildugt til að æfa íþróttir. Er það einhver tilgangur með þessum áföngum eða er þetta bara eitthvað til að lengja skólagöngu eins og hægt er?
Getur einhver upplýst mig um mikilvægi þessa áfanga?
Láttu ekki svona hannes