sem grænmetisæta í nær 10 ár get ég sagt að þessi myndbönd eru flest öll komin frá öfgasamtökum á borð við peta (sem drepa flest dýr sem þeir “bjarga” og eru alfarið á móti því að fólk eigi gæludýr… geðsjúklingar allt saman sem gefa okkur eðlilega liðinu ljótt nafn, en svona er þetta… bara eins og með sum trúarbrögð, kannski… ekki eru allir múslimar geðveikir, t.d.) - sem sagt öfgasamtök sem nota öfgafullar aðferðir til að reyna að breyta fólki… og jújú, það virkar ansi oft, en þetta er bara alls ekki rétta leiðin til að fræða fólk.
upphaflega, í lok 2001, þegar ég hætti öllu kjöt og fisk áti, þá var það eingöngu dýranna vegna.
núna, hins vegar, er það 50/50 dýrin og 50/50 vegna mannréttinda, og jafnvel frekar vegna mannréttinda… og inn í það fléttast umhverfisvernd.
svo kom það mér skemmtilega á óvart hvað heilsan varð góð eftir að ég hætti í kjötinu og fisknum… alveg merkilegt hvað líkaminn verður sprækur. :) var alltaf veik fyrir, en núna er það undantekning ef ég veikist. góður kostur það. fiskur er þó hollur og reikna ég með að kjötið hafi verið að skemma fyrir mér. en svo fór ég reyndar að borða mun fjölbreyttari mat eftir að ég fór í grænmetisfæðið, hef aldrei haft úr eins miklu spennandi að velja.
ég hef því miður ekki tíma til að fara frekar út í þetta (próf í gangi hjá mér), en bendi áhugasömum á að lesa sér til um þetta allt saman á netinu… “environmental vegetarianism” er gott start, svo er hægt að kafa dýpra hafi fólk áhuga.
en já, meðferðin á dýrunum í þessum myndböndum er viðbjóður, EN … ef þau eru merkt peta að einhverju leiti má vel reikna með að þau séu heimagerð, enda um hryðjuverkasamtök af verstu gerð að ræða. bið ykkur um að hlusta ekki á neitt sem kemur frá peta og vinsamlegast að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið hrúgið öllum grænmetisætum undir sama sjúka hattinn. megnið af okkur er eðlilegt fólk með andúð á peta.