Svona skulum hafa það á hreinu að lag með botnleðju ekki sambærilegt lagi með bieber
Nei Botnleðjulagið var ferskt, þónokkuð frumlegt, breytti tónlistinni hérna heima (bjargaði henni frá steingeldu enskuvælandi popprokki) og hljómar skrambi vel núna 16 árum síðar og er enn í spilun. Tónlist Bieber er ekki vitund fersk né frumleg, hefur ekki breytt neinu tónlistarlega og mun tæplega hljóma boðleg í nútíma útvarpi árið 2026.
Af hverju heldur þú að tónlist hans muni eldast betur en annarra svipaðra poppstjarna og af hverju heldur þú að vinsælt lag á popptívi sé automatic betra en eitthvað lag sem heyrist í unglingahljómsveit út í bílskúr? Af hverju ætti það ekki að vera sambærilegt?
td. veit ég um stelpu sem fór að gráta eftir að hún fékk jb-bol í jólagjöf.
Ég fékk netta gæsahúð þegar ég sá myndina í gær og miðað við imdb spjallborðið gerðu það fleiri (sumir felldu tár víst). Það þýðir að myndin hafi haft áhrif á fólk, ekki að myndin hafi breytt heiminum.
Maggi mix er umtalaður en hann hefur ekki breytt heiminum, enginn mun tala um magga mix eftir x-fjölda ára sem var sjuklega pirrandi gæji árið 2010/11, en eftir einhvern x-fjölda ára mun fólk tala um bieber og hvað hann gerði fyrir þennan heim
Ég tel alls ekki ólíklegt að Bieber verði álíka umtalaður eftir x ár og Westlife eru núna og það talar enginn um það í dag hvað Boyzone, Take that eða fleiri poppbönd gerðu fyrir heiminn enda gerðu þær ekkert nema gefa út nokkra slagara.
Spice girls komu reyndar með “Girl power” en spurning hverju það hafi breytt.
hefur hann trendsettað þessa hárgreiðslu og margt margt fleira
Eins og hvað?
Tónlistarmenn hafa mjög sjaldan breytt heiminum. Elvis gerði það, Bítlarnir gerðu það, Bob Dylan gerði það, Led zeppelin gerðu það, Ramones gerðu það, Nirvana gerðu það og örfáir fleiri. Þeir fluttu nýstárlegri tónlist en útvarpstöðvar voru vanar að spila (oft eitthvað sem var vinsælt neðanjarðar) og heil kynslóð af hlustendum og tónlistarmönnum fylgdu í þeirra spor og tónlistarheimurinn gjörbreyttist.
Að reyna að setja Justin Bieber í þennan flokk er hlægilegt.