Ég hef áhuga á markaðsfræði og hef pælt í henni lengi..
Þegar ég var lítill strákur fannst mér gaman að pæla í auglýsingum og svona..
Ég hef mikinn áhuga á markaðsfræði á facebook, netinu og margt fleira og hef kynnt mér þetta mikið..
Mér finnst einning áhugavert hvernig undirmeðvituninn virkar í þessum málum o.fl
En það sem ég ætlaði að segja er..
Sniðug markaðsfræði með þennan appelsínugula fugl!
Hann kom í auglýsinu og maður var bara wtf..
Svo flaug hann yfir visir.is og var í fréttablaðinu í dag eða eitthvað..
Gaman þegar það er svona sem maður veit ekki hvað er og verið að byggja upp “spenning”
Með svona markaðsfræði sem ég veit ekki hvað heitir alveg þessi aðferð..
En það er samt nafn yfir þetta þá eru þeir akkurat að vonast eftir þessu..
Að einhver tali um þetta á spjall síðu eins og þessari tildæmis eða facebook.
Að þetta vekji umtal.
Og svo þegar þið eruð búin að lesa þetta og sjáið svo fuglinn þá byrjið þið kannski að pæla í þessu..
Svo (eftir kannski viku) þá vilja þeir sem eru með þetta að fólk sem byrjað að pæla í þessu og þá kemur í ljós hvaða fyrirtæki þetta var og þá hugsar fólk kannski aðeins meira um þetta fyrirtæki..
Mér finnst líklegt að þetta sé kannski Iceland Express, nýtt símafyrirtæki eða eitthvað þannig..
Ég væri til í að vinna sem markaðsfræðingur líklega í framtíðinni, en samt eru önnur áhugasvið sem toga sterkar í mig..
Hafið þið pælt í þessum fugli?
Eða markaðsfræði almennt séð?