Hehe enda virðist frjálshyggjan ekki alveg virka, því líkt og kommúnisminn hefur hún aldrei verið reynd almennilega. Annars finnst manni alltaf svo ljótt að sjá hvernig hlutabréfaviðskipti eru orðin, þar sem menn eru ekki að kaupa til að eiga hlut í fyrirtækinu heldur að kaupa til að selja stuttu eftirá.
Hef ekki lesið allt kommúnistaávarpið og var fullur þegar ég las megnið af því en samt sem áður finnst mér kenningar Marx úreltar og fannst kommúnistunum þær jafnvel úreltar fyrir ágætis tíma, í Kóreu fylgja þeir Juche en ekki Marxískri fræði, svo eru til Lenínistar, Trotskíistar, Stalínistar, Maóistar, Sósíaldemókratar og nefndu það bara, en í dag virðist ekki einn einasti flokkur kenna sig lengur við Marx. Friedmanistar eru einnig á nokkru undanhaldi að virðist og rétt er það að gott er að læra kenningar Marx en það er nánast eingöngu gert fyrir fræðilega hlutan.
Hins vegar safnast auður ekki endalaust saman í eina hrúgu því þeir sem eiga meiri pening hafa tilhneigingu til að eyða meiri pening. Jafnvel þó mennirnir láti peningana einfaldlega í banka og skoði þá aldrei meir eru peningarnir samt sem áður í umferð í formi lánsfés.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.