Jæja, nú var ég að enda við það að lesa litla grein á vefsíðunni bleikt.is þar sem að hálf filipseysk og hálf íslensk stelpa var að tjá sig um fordóma. (http://bleikt.is/lesa/kristinavonfolkhefurkalladmigotrulegustunofnum <– ef þið viljið lesa sjálf).
Ég bara einfaldlega skil ekki svona framkomu hjá fólki. Ég veit að sumt fólk hefur einhverja fordóma gagnvart fólki sem kemur hingað til landsins til
þess að vinna og búa hér til frambúðar en lærir svo ekki íslensku. En þessi stúlka talar reiprennandi íslensku og er hálf íslensk, svo kallar einhver
kona hana drasl? Er þá þessi kona, sem hefur líklegast verið íslendingur, 50% drasl?
Ég hef aldrei skilið rasisma. Aldrei. Ég er þeirrar skoðunar að við séum öll eins að innan þó húðliturinn, menningin eða trúin sé ekki eins.
Ég er alveg eins og þessi stúlka, hálf íslensk og hálf filipseysk. En ég er fædd og uppalin hérna á Íslandi og tala íslensku. Ég hef reyndar ekki
fengið eins mikla fordóma og þessi stúlka en ég veit hvernig það er og ég læt það yfirleitt fram hjá mér fara.
Það sem ég er einfaldlega að reyna að segja, fordómar eru svo tilgangslausir. Setjið ykkur í spor annarra.
Þeir taka þetta til sín sem vilja.