Fyrirgefðu, mér fannst bara mikið af svarinu þínu vera þínar skoðanir, sem að eru alveg jafn gildar og mínar. Ég skal hinsvegar núna reyna að gefa þér fullnægjandi svar.
Það væri miklu skynsamlegra að kasta ekki einhverju svona fram af engu afli nema eigin fávísi :-)
Því miður hefur mín reynsla bara verið sú að fræðsla skilar sér ekki í “íþróttatímum” en hinsvegar tala nemendur í næringarfræði mikið um hvað þau hafa lært.
Út frá minni reynslu finnst mér góður bóklegur áfangi skila sér betur.
Mér finnst tussusniðugt að skylda þessa playstation kynslóð til að hreyfa á sér rassgatið. Það er auðveldlega hægt að gagnrýna og betrumbæta núverandi framkvæmd á því, t.d. myndi ég vilja sjá meira af fjallgöngum og útiveru heldur en fótbolta eða þaðanaf fáránlegri leikjum inní íþróttasal.
Það er þín skoðun og hún er alveg jafn gild og mín, ég veit ekki hvernig ég ætti að svara þessu.
Það er mikil þörf á fræðslunni um starfsemi líkamans og hreyfingu og mataræði. Ekki síst mataræði, á þessum tímum offitu og ofneyslu.
Eins og ég sagði hér fyrir ofan er mín reynsla sú að sú fræðsla skilar sér ekki í “íþróttatímum”.
Ef við ætlum yfirhöfuð að halda uppi svona skyldunámskrá þá finnst mér mjög eðlilegt og æskilegt að íþróttir og íþróttafræði sé hluti af henni.
Mér finnst það ekki. Við höfum verið í íþróttum frá fyrsta bekk og ættum að vera með þetta á hreinu þegar að við komum í framhaldsskóla.
Og það er frekar sweet að fá samtals c.a. hálfa meðal-önn fyrir það eitt að sprikla smá einusinni eða tvisvar í viku og komast í sturtu fyrir tíma. (1 einingu fyrir hverja önn af íþróttum, 8 einingar á 4 árum)
Ef ég gæti myndi ég taka þessar einingar í öðrum fögum sem að mér finnst skemmtilegri.