Daginn. Ákvað að pósta þessu eftir að hafa séð þráð Csick hér (linkur) og vildi fá meiri umræðu.

Væri endilega til í að fá að heyra skoðanir ykkar um íþróttir í framhaldsskólum. Er spenntastur fyrir rökum fyrir því að hafa þær.

Mín skoðun er sú að það er bara kjánalegt að 16 ára, hvað þá 18 ára, einstaklingar séu skyldaðir til þess að taka íþróttir til þess að útskrifast úr menntaskóla.

Gott og blessað að hafa íþróttir sem valfag en það að þetta sé í kjarna námsbrauta fer bara í mig.

Þín skoðun?
-