Ég vil byrja á að segja að ég trúi ekki á drauga :)
EN er að spá hvað fólk er að sjá þegar það ‘sér’ drauga? Ég lenti í því um daginn að vera að skera grænmeti í vinnunni (Subway) og sé útundan mér eins og einhver hávaxinn skuggi komi hlaupandi framhjá mér :) Ég er mjög föst á því að hafa ekki séð draug. En hvað sá ég þá?