Þetta er ekki skítkast. Þetta er gagnrýni. Þú virðist virkilega þurfa á henni að halda svo þú getir orðið betri stjórnandi.
Tek t.a.m. dæmi um þráðinn sem Omnipotent benti á. Þar kemurðu með tveggja orða svar sem vart gæti talist hjálplegt eða kurteist og læsir þræðinum.
En svo geturðu kíkt á
þennan þráð eða
þennan þráð eða þennan þráð þar sem það eru klárlega áhugamál undir svona umræður, en engu að síður gefurðu ekki bara hjálpleg svör heldur sleppir dónaskapnum og bendir ekki fólki á viðeigandi áhugamál (Vélbúnaður / Windows). Svo er það
þessi þráður þar sem þú reynir bara að vera fyndinn, ert ekki hjálplegur, en gerir samt enga tilraun til þess að benda notandanum á rétt áhugamál (Bækur).
Af hverju gerðirðu það bara í old spice þræðinum, af hverju komstu ekki með grínsvar eða alvöru svar þar og hvers vegna læstirðu þræðinum í staðinn fyrir að leyfa fólki einfaldlega að koma með svar við honum?
Tl;dr: Ég er ekki að leitast við að taka við af þér. Þú þarft gagnrýni til að gera þig að betri stjórnanda.