Ég á nánast engin föt sem að eru ekki svört.
Ég ætlaði að bæta svona barbíbleikum fatnaði í litrófið en frúin tók það ekki í mál, fannst það vera eitthvað gay sko.
Og ég finn hvorteðer ekkert flott í neinum litum öðru en svörtu sem að er á karla, við eigum að ganga í einhverju drapplituðu ógeði sko, allir sterkir litir eru geymdir í kvenfatnað semsagt.
Og hafiðið tekið eftir því hvað íþróttaskór á karlmenn eru viðbjóðslega ljótir?
Annaðhvort eitthvað sem að lítur út fyrir að vera hannað af ameríska geimferðaeftirlitinu með það fyrir augum að brjóta niður alla vindmótstöðu eða einmitt svona drapplitaður vibbi semsagt.
Og svo geta konur keypt íþróttaskó sem að eru sjálflýsandi rauðir eða bleikir sko, ekki sanngjarnt.
Ég er með 43 fót og það er ekkert flott búið til í skóstærð yfir 41.
Og ef ég myndi tildæmis höggva af mér tærnar til að komast í minni númer þá gæti ég sennilega ekki gengið……..
Lífið er ósanngjarnt sko.
Elvis2<br><br>“The King is back and its like he never went away”
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.