Byrjum á því að prump er ekki bara ein sameind, heldur blanda nokkurra.
Skv. vinum mínum á wikipedia er efnasamsetning þess eftirfarandi:
* Nitrogen: 20–90%
* Hydrogen: 0–50%
* Carbon dioxide: 10–30%
* Oxygen: 0–10%
* Methane: 0–10%
Öll þessi gös eru lyktarlaus, en í prumpi eru einnig efnin skatole og indole og nokkur brennisteinssambönd, sem valda lyktinni. Þau eru hinsvegar ekki teljandi hluti af rúmmáli prumpsins.
Vatn er fljótandi við stofuhita og prump er gas við sama hita vegna þess að aðdráttarkraftar milli sameinda í prumpi eru mun veikari en í vatni, svo að hver sameind í vatni þarf að meðaltali meiri orku til að losna frá fjöldanum (þarna skapast jafnvægi milli óreiðu og tilhneigingu hluta til að leita í orkulægsta stöðu). Þar sem prumpið er í gasham er fjarlægð milli sameinda mun meiri og eðlismassi þess því mun minni en í vatni (í einföldu máli).
Þegar þú prumpar í baði þá ýtiru vatnsborðinu örlítið ofar. Þetta hækkar stöðuorku þess í þyngdarsviði jarðar og vegna tilhneigingar kerfis til að komast í sem orkulægsta stöðu ýtir vatnið í raun prumpinu upp, þar sem að stöðuorkutap vatnsins við að fara niður er meira en stöðuorkugróði gassins við að fara upp, vegna þess að gasið er eðlisléttara.
Prumpið festist í fötunum þínum vegna þess að föt innihalda yfirleitt mikið af götum þar sem loftsameindir geta verið (loft er mjög góður einangrari, það er eiginleiki fatanna til að innihalda mikið af lofti sem ræður því hversu hlý þau eru), þar fer prumpið eins og annað gas og situr eftir tímabundið.
Þú getur ekki hraðað efni með kyrrstöðumassa á ljóshraða, því nær sem hlutur kemst ljóshraða, því meiri verður massi hans og massinn stefnir á óendanlegt þegar hraðinn stefnir á ljóshraða. Því þarf hann óendanlega mikla hreyfiorku til að komast á ljóshraða og það er ekki hægt.
Segjum þó að þú mundir hraða efninu mjög nálægt ljóshraða (þó LHC sé bara byggður til að hraða róteindum eða blýkjörnum, látum það liggja milli hluta).
Hámarksorka sem tvær prumpsameindir geyma (veljum massamestu sameindirnar, sem eru skatole) er E=mc^2 að viðbættri hreyfiorku.
Orkan í massanum er 131.172 g/mol * 2 * (3e8)^2 / 6.022e23 = 3.9e(-5) J og hreyfiorkan (fyrir blýkjarna, sem er nokkuð massameiri) er 92e(-6), svo við erum að tala um innan við eitt míkró-joule (mJ). Þú færð mun meiri orku með því að kveikja á eldspýtu.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“