Haha, er ég með kjánalæti vegna þess að ég reikna með klst í matarhlé?
4 eða 5 skiptir ekki máli. Það eru bara tímar sem fólk ákveður að vinna. Það sem ég er að benda á er að það er ekki tilviljun að flest öll fyrirtæki og flest allt fólk kjósi að starfa á þessum tímum.
Er það ekki athugavert að flest öll þjónustustörf og verslanir skuli vera opnar á sama tíma og þeir sem vinna við framleiðslu eru í vinnunni og um leið og allir eru búnir í vinnunni þá eru bara 2-3 klst eftir af opnunartíma?
Svo geta morgunhanar alveg fengið sér vinnu sem byrjar kl 7 á meðan næturhrafnar finna vinnu sem byrjar kl 10. Eða næturvaktir :o
Það er líka hægt að flytja inn vörur frá útlöndum. Það þýðir ekki að tollar og vörugjöld dragi ekki stórlega úr þeirri iðju.
Ég er búinn að halda því fram að ríkið (og stéttarfélög sem eru armur ríkisvaldsins) hafa gríðarleg áhrif á þetta… ekki einstaklingarnir sjálfir.
Á ákveðnum tímum kostar vinnuafl ákveðið mikið, sama hvort sá kostnaður sé RAUNVERULEGUR eða ekki (þ.e. til er kostnaður sem er verðmiðinn sem hver og einn setur á eigin frítíma og síðan er til “kostnaður” sem er miðstýrð ákvörðun stéttarfélags sem er heimfærð yfir á stóran og fjölbreyttan hóp fólks og á sér enga eiginlega stoð í raunveruleikanum.)