Mig langar ekkert að skipta, og nenni ekki að partitiona harðadiskin til að geta rekið tvö stýrikerfi, því slíkt er auðvitað mikið vesen. En tíminn líður og ekkert mannlegt afl fær hann hindrað, directx 11 er einhvað sem mér langar í, en hins vegar er Might and Magic VII einnig einhvað sem mér langar að halda í, svo ekki sé minnst á X-com apocalypse sem vildi nú ekki virka í XP einu sinni án mikils vesens.
Annars er það nú mesti regindónaskapur að gera ekki leikina directx9 hæfa, sérstaklega þar sem X-box talvan keyrir einmitt á slíku kerfi myndi maður halda að það væri ekki of gamalt enn.
Hvað sem því líður er ég reiður.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.