ég svara á sama tíma og ég les svarið, lið fyrir lið. Ég áttaði mig alveg á því sem kom eftir á, en ég einfaldlega skildi ekki hvernig það gengur upp svo ég ákvað að láta skrif mín standa.
„Munurinn er bara sá að með skattkerfinu er tryggt að þó að viðkomandi geti ekki borgað upp allan kostanað við sjálfan sig í framtíðinni þá rétta aðrir hönd undir bagga (ef svo má að orði komast, þeir hafa nátturulega ekki mikið val).“
Viltu þá meina að þú getir rukkað viðkomandi með vöxtum um þá þjónustu sem hann hlýtur umfram greiðslugetu? Mér finnst bara eins og þú viljir eiga kökuna og borða hana á sama tíma.
Hver á að reikna út allt þetta áhættumat sem þú lofar? Ríkisendurskoðun áhættumats hjá Heilbrigðiseftirlitinu?
Þú ert að tala um svo gífurlega flókna útreikninga í tryggingarfræðum að mér finnst engin ástæða til þess að láta þá í einokunarhendur Ríkisins og ætlast til þess að allt verði í himna lagi. Mér finnst mun skynsamlegra að hver og einn taki sjálfur þá ákvörðun við hvern hann vill gera samning upp á að tryggja hans eigin velferð.
Annars lendum við einmitt í svona vanda þar sem Ríkið notar kerfið til þess að berjast gegn einum samfélagshópi, reykingarmönnum, á meðan þeir líta ekki á þá sem éta reykt og saltað lambakjöt… það er nú einu sinni þjóðarréttur!
Mér finnst ekkert að því að fólk lifi óheilsusamlega, mér finnst ekki í lagi að ég þurfi að borga undir það þegar það endar inni á spítala mun oftar en meðaljóninn.
Þá geturu sleppt því að setjast á háan hest, sagt öðrum hvernig það eigi að lifa sínu lífi á sama tíma og þú segir að þú sjáir ekkert að þeirra lífstíl, og einfaldlega hætt að heimta að borga fyrir þau.
Varðandi síðasta hlutann af svari þínu. Ég myndi frekar segja “misheppnast” en misbeitt. Misbeitt finnst mér vera orð sem á meira skylt við “misnotkun”, en það gæti verið skortur á máltilfinningu hjá mér.
En málið er að í hvert skipti sem þú reynir að stýra neyslu fólks þá einfaldlega færist neyslan yfir á svartan markað. Þú virðist tala fyrir einhverju bili skattlagningar, sem hækkar verð á vöru en hækkar það ekki umfram viðskiptakostnað af því að starfa á svörtum markaði með þeirri óhagræðingu sem því fylgir (og þá er ég ekki að tala um allan annan kostnað sem fylgir svörtum mörkuðum, t.d. lélegur eftirliti, litlu viðskiptatrausti og skorti á framfylgd laga og réttlætis).
Mér finnst þú í rauninni vera að segja “ef neyslustýring myndi virka þá væri hún mjög sniðug”.
Þú viðurkennir að neyslustýring er ekki réttlætanleg ef fólk byrjar að smygla eða framleiða upp á eigin spýtur þá vöru sem er bönnuð eða sem aðrar viðskiptahindranir hafa verið lagðar á.
Því er neyslustýringin þín markleysa, þar sem þú biður um lagasetningu sem þér finnst að ætti að falla úr gildi um leið og fólk brýtur lögin sem þú vildir fá í fyrsta lagi.