Á huga eru oft langir og leiðinlegir þræðir, og plássfrekar umræður. Væri þá ekki miklu skemmtilegra að geta fellt þær saman og skoðað afganginn án þess að skruna og skrolla endalaust? Ég skrifaði stuttan javascript fyrir þetta, þið getið sótt skrípið sem Firefox viðbót, eða sem Greasemonkey script. Notkunin er einföld, þið smellið á litla broskallinn til að fella saman svar og undirsvör þess, og smellið aftur á hana til að opna það aftur.
Tenglarnir eru aftur hér,
Greasemonkey: http://dl.dropbox.com/u/1868966/hugrakkur.user.js
Add-On: http://dl.dropbox.com/u/1868966/hugrakkur.xpi
Til að lesa kóðann og ganga úr skugga um að ég hafi ekkert sóðalegt gert getið þið breytt endingunni á viðbótinni úr xpi í zip, flett í gegnum skrárnar og skoðað meginskrána í chromecontentff-overlay.js, eða opnað Greasemonkey skrána í Notepad. Ef þið verðið vör við villur megið þið endilega láta vita, ég hef ekki haft tíma né aðstöðu til að villukeyra þetta mikið.
Bætt við 7. janúar 2011 - 16:01
Í Firefox viðbótinni er núna hægt að breyta stillingum hennar og fela/eyða svörum frá notendum að eigin vali. Því miður er ekki hægt að fela þræði frá þeim, það er bölvað vesen. Sömu tenglar virka ennþá.