Það er eins og heimurinn sé stundum að hrynja. Ekkert gengur upp og það er eins og lukkudísirnar séu heillum horfnar. Meira að segja Tígurinn er fallin af toppnum eftir kvennafarsferðir og hégóminn fór alveg með hann. Fallið var hátt og lendingin hörð.
En þá er það tuðrusparkið. Je dúdda mía hvað maður tekur það inn á sig og ætlar engan endi að taka hvað maður getur velt sér upp úr hvernig leikar enda. Eitt er víst og er vitað mál, að maður mun auðvitað halda áfram að styðja sitt lið fram í rauðan dauðann. Blettsköllóttir bavíanar munu fyrr enda inni á gafli hjá mér.
Hvað varðar að fá konunginn sinn Kenny aftur til að stýra liðinu þá má vel vera að það henti í þetta skiptið. Ég held það. Allavegana hafði hann lukku til að stýra liðinu og skilaði meira að segja Svarteldingu (Blackburn) enskum meistaratitli sem er nokkuð góður árangur. Menn getað rifist um hvað sé hentugt en eitt er víst að maður hefur nú takmarkaða þolinmæði fyrir endalausum sundboltamörkum og dómararugli, meðan önnur lið virðast bara duga að puðra tuðrunni í átt að hinum enda vallarins til að bolta druslan endi í markinu, eftir viðkomu í varnarmanni fyrst, svo í Kim jung-Il, síðan í stöngina, svo í varnarmann, síðan í hausinn á Park og svo stöngin inn.
En eitt er víst og skjalfest, aldrei mun ég gerast djöfladýrkandi, fyrr mun ég sjá Harmageddón með öllum sínum endaþarms-ófögnuði og fá mér popp og Pepsi-Max með, enda styð ég liðið sem er réttum megin.
Kveðja,
Sannur Rauður
ps.
Hafið þið spáð í því hvernig það er hægt að styðja fótboltalið sem hefur mynd af djöflinum í skjaldamerkinu sínu. Ég meina, þetta er myrkrarhöfðinginn sjálfur! Það er ekki nein furða að þetta lið geti verið með mann sem heitir Nani inni á vellinum sem er annnáluð væluskjóða og puntudúkka, Suður-Kóreu mann sem fannst fyrir tilviljun inni á lager í bílaverksmiðju, markvörð sem varð Evrópumeistari 1995 og er eldri en Andy Rooney í 60 Minutes, tvíbura sem hatar Liverpool og það er það eina sem hann gerir af kappi, keðjureykjandi Búlgara sem nennir ekki að hlaupa og geðveikan Serba sem lemur allt og alla sem koma nálægt teignum hans. Meira að segja Lucas væri drullugóður í þessu liði.
Fyrr má nú rota, enn dauðrota!