Núna um helgina var ég staddur í 101 Reykjavík. Veðrið var frekar ömurlegt og allt var
voða dimmt eitthvað. En það var samt mjög gaman. Mikill bjór og mikið dansað og hlegið,
ekkert ælt og ekkert grátið, sem þykir bara helvíti gott. Ég var sem betur fer vel klæddur.
Var alveg feitt með troðfullan bakpoka, svefnpoka og allskonar drasl. 2 áttavita, lol.


Ég semsagt leit út eins og hálfviti. Ég skildi þó bakpokann eftir heima hjá vinkonu minni áður
en ég fór að dansa og svoleiðis, no worries. En laugardagskvöldið þurfti ég að komast í
Mosfellsbæ, því ég var með gistingu þar. Svo ég rölti af stað, alls ekki timbraður, takk treo.
Það var nú ekki seint, ofarlega á Laugaveginum, kannski 10 um kvöldið sem það skeði…


BÍLLINN!

Hvíti jepplingurinn. Ók eins og vitleysingur. Keyrði nærri því á mig. Viljandi.

Sko okei. Ég viðurkenni það, að ég kann ekkert svakalega mikið á þetta gatnakerfi þarna
sem þetta skeði. Frekar nálægt Hlemmi. Laugavegurinn og þetta dót. Sumstaðar eru svona
ljósastaurar sem ráða því hvort maður má fara yfir götuna eða ekki. Labbandi meina ég.
Semsagt græni kallinn og rauði kallinn. Stundum eru þeir virtir og stundum ekki. Stundum
held ég að ég fatti alls ekkert muninn.

Svo ég ákvað að elta þennan náunga yfir götuna. Hann leit út fyrir að vita hvað hann
væri að gera og ég hef nokkrum sinnum elt svoleiðis fólk og ávallt gengið vel. En í þetta
skiptið, tja jú reddaðist svosem, segjum að þar hafi hurð skollið nærri hælum! Þess verður
að getast að við fórum ekki nema hálfa leið yfir götuna. Stöðvuðum á eyju sem var ekki
eyja, bara skilti og ljós og grindverk. Ég stóð því að vissu leyti á götunni, sem er fyrir bílana.
Eftir þennan atburð faðmaði ég þó (nærri) umferðarljósastaurinn talsvert, og beið skammarlega
margar sekúndur eftir því að græni kallinn birtist.


Hmm. Sko, ég hef ekki sagt ykkur allan sannleikann ennþá. Málið er að þegar þessi hvíta
bifreið keyrði nærri því á mig, þá blikkaði hann mig líka með bláum ljósum. Svona löggubláum
ljósum. Ekki svona stórum eins og eru ofaná venjulegum löggubílum, heldur nokkrum svona litlum,
mynduðu eins konar ramma um bílinn.


Kaaannski var þetta bara einhver metnaðarfullur hnakki sem steikti feitt í mér. Kannski.
Kannski eitthvað annað. Ég veit það ekki, en þetta fuckaði alveg heavy í mér í smátíma. Svo
gleymdi ég þessu líka, og fór að pæla svo í þessu aftur. En ég komst heilu og höldnu til
Mosfellsbæjar og skemmti mér þar konunglega. Reyndar fyrst niður í bæ aftur.. en það er önnur saga!


Lifið heil.
indoubitably