Sinfóníur Mahlers, til dæmis, flestir meika þær ekki.
Also, allt þetta ,,úntsj úntsj" dæmi sem þú talaðir um er tæknilega séð allt teknó, samkvæmt
http://en.wikipedia.org/wiki/Technobara mismunandi gerðir af teknói.
Það er samt alls ekki sambærilegt að semja klassíska tónlist og teknó, teknó er yfirleitt sama laglínan endurtekin aftur og aftur en hinsvegar með hitt þarf maður að úthugsa hljómfræðina og passa að semja rétt fyrir öll hljóðfærin, oftar en ekki þarf þetta að passa inn í einhver form sem getur verið erfitt að fara eftir. Það þarf ekki mikla menntun til að geta samið teknó en að semja tónlist í anda klassíska tímabilsins, eða einhverra annarra tímabila sem kennd er í tónlistarsögu, tekur áralanga þjálfun. Ég hef verið í tónlistarnámi síðan ég var 3ja ára og hef bara verið að semja í um 2-3 ár, og það tekur ekki langan tíma að semja laglínu, en að útsetja hana fyrir 70 manna hljómsveit er allt annað.
Bætt við 19. desember 2010 - 12:41 Af sama skapi má flokka alla gamla tónlist sem lifir enn sem klassíska tónlist, í þeim skilningi að hún sé sígild, hinsvegar eru ótrúlega margar tónlistarstefnur og tímabil, sem dæmi:
Barokk: 1600-1750 (það flókna við þetta tímabil eru fúgurnar, shii… myndi ekki treysta mér til að semja fúgu fyrr en ég hef lært kontrapunkt)
Klassík: tónlistin þar er að mínu mati ekkert spes, finnst hún oft á tíðum fremur ofmetin
Rómantík: Cadensur sem passa við lagið er ekki oft auðvelt að semja, eða spila, enda einkennist tímabilið að miklu leiti af því að tónlist var samin með því tilliti að tónlistarmenn gætu sýnt fram á snilli sína.
20. öld: Rússneska tónlistin er frábær, að mínu mati, tónskáld á borð við Tchaikovsky, Shostakovich og Prokofiev eru sígild, tónlist þeirra afar flókin og það þarf oft á tíðum að hlusta margoft á tónlistina til að fatta hana, jafnvel lesa söguna á bakvið lagið til að fá örlítið dýpri skilning á því, en oft er það túlkunaratriði.