Hvað á það hlutfall að segja samt? Það eru vissar týpur sem leita frekar í ákveðna skóla, týpur sem stefna á háskólanám. Að einhver klári menntaskóla og fari svo í háskóla segir ekkert um skólann.
FB, sem dæmi. Einn af toppskólunum hvað varðar undirbúning fyrir háskóla (og nei, ég man ekki akkúrat hvar ég las það og get því ekki bent þér á neitt sem sannar mál mitt, en heyrði það þó ekki frá Gróu og trúi því vel miðað við þá kennslu sem ég fékk þar), en eflaust með mjög lágt hlutfall af fólki sem heldur áfram í háskóla. Partly útaf verknámsbrautum og þvílíku, og partly því FB hleypir hverjum sem er inn. Hversu margir halda áfram í háskóla úr menntaskóla segir miklu meira um fólkið í skólanum en skólann sjálfan.