Ég er ekki alveg tilbúinn til að fallast á það.
Lífsgæði hafa líklega almennt farið skánandi síðan á miðöldum, og líklega þó maður líti eitthvað lengra aftur í tímann en það, en ég held að fólk hafi haft það frekar gott sem veiðimenn, safnarar og síðan hirðingjar.
Jújú, það lifði skemur og hafði ekki sýklalyf, var jafnvel stundum svangt og kalt, en lífið var raunverulegt.
Okkur finnst kannski eins og það sé langt á milli okkar og apa útí skógi, en ég sé ekki að þá vanti eitthvað, (nema þegar hárlausu aparnir ákveða að ryðja skóginn til að byggja álver eða eitthvað), einhverstaðar á sér stað þessi eðlisbreyting á þörfum okkar, einhverstaðar fór skortur á iphone og mcdonalds fór að verða spurning um mannslíf.
Með búsetubyltingunni sem átti sér stað fór auður að safnast á hendur fárra, og það þarf ekkert að tína til mörg dæmi úr sögunni eða margar sálfræðirannsóknir til að átta sig á þemanu þegar valdaójöfnuður á sér stað á þessum skala.
Ég er auðvitað ekki að tala um að eitthvað alslæmt og algott, við skulum vera raunsæir hérna, en undir hvaða kringumstæðum fóru menn að hafa a) ástæðu og b) möguleikann til að valda öðru fólki ónæði á skala á við Rómarveldi eða Heimsvaldastefnu 16., 17. og 18. aldar sem enn lifir af?
Húnarnir voru ekki með græna fingur en þeir voru samt sem áður en með valdabatteríið á hreinu, enda voru þeir alveg óþolandi. Þannig að það er svosem margt sem spilar inní, en valdasöfnun er stórt atriði. (Og maður getur spurt sig af hverju húnarnir tóku sig svona saman og fóru að angra nágranna sína (eða var það til að verjast?))