Íslendingar eru sterk þjóð þegar kemur að jafnréttisbaráttu, eins og sést á nýlegum lögum um hjónbönd samkynhneigðra og lagasetningar til að gefa báðum kynjum jafna möguleika í atvinnulífinu og baráttu fyrir jöfn laun. Það viðgengst þó ennþá blöskrandi mismunun á jafnrétti kynjanna á Íslandi, jafnt sem um allan heim. Í forréttindamálum er konum mun oftar dæmt forræðið en körlum enda sést það á stórkostlegum mun á kynjahlutföllum meðlagsgreiðenda: Karlkyns meðlagsgreiðendur (um 11 þús manns) skulda 20 milljarða á meðan kvenkyns meðlagsgreiðendur (um 600 manns) skulda 575 milljónir.

En það er ekki það sem ég ætlaði að tala um. Það sem ég vildi segja er:

Þegar kona verður ólétt þá hefur hún í raun um þrennt að velja: Hún getur átt barnið og alið það upp, en ef hún vill ekki eiga það þá getur hún gefið það upp til ættleiðingar – nú eða bara drepið það. Allt í góðu með það og ég hef ekkert út á það að setja.

Ef að karl gerir konu ólétta hefur hann um ekkert að velja. Ekki neitt. Ekki einu sinni hvort að hann taki virkan þátt í uppeldinu, því að konan getur hent karlinum burt og hún fær náttúrulega forræðið. Þá er karlinn kominn í 18 ára afborganir af barni sem hann hafði ekkert um að segja.

Mér finnst þetta vægast sagt fáránlegt – ef kona verður ólétt (s.s. það er báðum að kenna, ekki karlinum fyrir að ríða konunni eins og sumir vilja halda) þá heldur hún framtíð karlsins í greipum sér og ræður nánast algjörlega í hvaða átt líf hans á eftir að stefna. Mín einlæga skoðun er sú að ef við viljum stuðla að jafnrétti á Íslandi, þá eigi karlmaður rétt á því að afsala sér lagalegri og fjárhagslegri ábyrgð á barninu. Tímamörkin sem hann hefði til þess að gera slíkt væru væntanlega þau sömu og kona hefur til þess að drepa barnið.

En finnst þér það ekki ótrúlegt? Lagalega séð má kona drepa barnið sitt eftir duttlungum en karl má ekki afsala ábyrgð sinni á barni undir neinum kringumstæðum? Hvort hlýtur barnið meiri skaða þegar pabbi borgar ekki meðlög eða þegar mamma drepur það?



*frjálsleg notkun orðsins „drepa“ er vegna sterkari áhrifa orðsins og endurspeglar ekki skoðun mína á fóstureyðingum.